Sigurður Bongó ekki í mat

Ritstjórn vkb.blog.is var rétt í þessu að berast fregnir af því að laust eftir kl. þrjú síðdegis hafi Sigurður Bongó hringt í móður sína, hana Laufeyju og tilkynnt henni að hann yrði ekki í mat í kvöld. Enn er allt á huldu um ástæður þess að Sigurður Bongó verði ekki í mat. Samkvæmt heimildum vkb.blog.is þá eru miðvikudagar hakk og spagettí dagar í Fögrubrekku og vekur það því sérstaka furðu að Sigurður Bongó verði ekki í mat, þar sem hann er annálaður spagettíáhugamaður.

Vkb.blog.is mun fylgjast með framvindu málsins og flytja fréttir af því jafnóðum og þær berast.


mbl.is Tengingar Dettifossvegar ekki í mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Samkvæmt nýjustu heimildum sást rauðkálsdós á eldhúsborðinu á Fögrubrekku. Gárungarnir halda að umrædd rauðkálsdós sé orsök þess að Sigurður Bongó hafi tilkynnt forföll í matartímann.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 28.4.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Rétt í þessu voru einnig að berst fréttir af því að Laufey taldi sig hafa séð kónguló á eldhúsgólfinu og er talið að það gæti hafa orsakað afboðun Sigurðar Bongó. Meint kónguló reyndist þó við nánari athugun aðeins vera naflakusk sem Sigurður Bongó hafði skilið eftir á gólfinu eftir að hann hreinsaði út úr naflanum yfir morgunmatnum.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 28.4.2010 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband