Kjaftæði

Heimabrugg er í mikilli sókn! Áman hefur vart undan að selja sínar vörur, allskyns bragðefni, tæki og tól til heimabruggunar... Þetta er maður sem hefur hagsmuna að gæta og skiljanlega er hann á móti því að áfengisverð sé lækkað... en þú nærð engum árangri með að loka augunum fyrir vandanum með heimabrugg og ljúga því að fjölmiðlum að það hafi ekkert aukist.


mbl.is Engin merki um aukið brugg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

Íslensk blaðamennska i hnotskurn. Segja fyrst og spyrja svo. Þeir segjast ekki hafa tíma fyrir "rannsóknarblaðamennsku". Hvernig væri nú í það minnsta að taka viðtal við verslunarstjóra Ámunar ? . Það þjónar ekki hagsmunum þeirra sem vilja koma greininni á framfæri, það er verið að vinna fyrir þá, sem oftast eru færri, en hafa þó meiri völd einhverra hluta vegna.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 21.6.2010 kl. 22:04

2 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Þessi Þórarinn er heldur betur að ofureinfalda hlutina, setur samasemmerki á milli landasölu og heimabruggs eins og landi sé það eina sem menn geta bruggað heima hjá sér. Aðeins hef ég skoðað þetta, og landi er sennilega það síðasta sem mér dytti í hug að búa til, allt of mikið maus samanborið við bjór- eða víngerð. Veit ekki hvað ég þekki orðið marga sem eru farnir að fikta við þetta, sérstaklega síðan VG tóku við völdum. Enginn þeirra eimar afraksturinn eða lætur sér detta í hug að setja landa inn fyrir sínar varir...

Björn Kr. Bragason, 22.6.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband