Hugið að orðum ykkar

kæru moggabloggarar reynið nú að að haga ykkur eins og fullorðið fólk og hafið orðræðu hérna á internetinu eins og þið mynduð standa fyrir framan fólk og tala við það... það eru nokkur atriði sem þið eruð endalaust að pirra ykkur á og í leiðinni úthúðið heilu bæjarfélagi...

Landeyjarhöfn hefur ennþá ekki farið fram yfir kostnaðinn sem var ráðlagt í upphafi... þrátt fyrir allskonar vesen í vetur. Hún var undir kostnaðaráætlun... meira segja langt undir.. og án þess að vera skíta yfir aðra þá er það mikið afrek þegar kemur að vegaframkvæmdum á Íslandi.

Fólk í Vestmannaeyjum skiptist í þrennt þegar ákveðið var að fara í þessa framkvæmd... aðal áherlsan var sú að eyjamenn ásamt fólki á fastalandinu vildi fá bættar samgöngur, ég tel það enga frekju og yfirgang að vilja fá sómasamlegar samgöngur... þess vegna fagna eyjamenn öllum vegaframkvæmdum það er góð þróun.

Það má svo ræða það alveg sem sér kafla hvort sé að kosta íslenskt samfélag meiri pening í dag.. Tónlistarhöllin mikla eða Landeyjarhöfn ?

En svo er það nú um þessa höfn.. Ég ætla ekki að tjá mig um framkvæmdina né líkur á að þessi höfn verði nothæf.. enda hef ég ekki menntun til að geta tjáð mig um það. Sérfræðingar á sviði hafnarframkvæmda halda því fram að hún muni koma til með að verða góð og það er kannski eitthvað sem gott er að hugsa um. Margt hefur farið úrskeðið og ef til vill var opnað aðeins of snemma.

En jæja þessi pistill er kannski eins og að pissa upp í vindinn... því eins og svo margir vita sem reyna þá rökræðir maður ekki við moggabloggara. því um leið og þú byrjar hefuru strax tapað


mbl.is Ábyrgðin samgönguyfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef aldrei skrifað einn staf á blogginu sem ég gæti ekki varið á sviði fyrir framan hundruð manns. Aldrei. Og ég veit að ég nota oft orð sem fólk sem eru ókurteis í þeirri meiningu sem margt fólk leggur í kurteisi. Annars er ég afar kurteisur maður enn ekkert með neinn tepruskap í rökræðum. Trúi bara ekki á hann í sumum stórum málum á Íslandi.

Enn sjálft verkið í höfninni er illa unnið. Sandur krefst allt annars enn að vinna eins og þetta væri atvinnubótavinna á stríðsárunum. Af hverju er ekki botnin lagaður? Af hverju er ekki notuð þekking erlendis frá? Af hverju er engin alvöru teikning til sem sýnir hvernig höfnin er hugsuð í framtíðinni?

Síðasta fólkið sem ég myndi biðja um að smíða hús handa sjálfum mér væri þessir tæknifræðingar.

Óskar Arnórsson, 8.5.2011 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband