"Hysteríuköst" í bloggheimum.

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá einum né neinum umræðan um skýrsluna varðandi möguleg jarðgöng milli lands og Eyja.

Flestar umræður sem fram fara í bloggum landsmanna hafa farið út fyrir öll velsæmismörk. Menn og konur keppast við að væna Vestmannaeyinga alla um heimtufrekju og vitleysisgang og sumir ganga ennþá lengra í upphrópunum og segja okkur ekki hafa "heilbrigða skynsemi". Takk fyrir það Steinun Valdís Óskarsdóttir

Margir hysteríubloggararnir halda að Vestmannaeyingarnir séu að heimta göng upp á 50 til 80 miljarða króna.

Við vitum öll að það væri vitleysa að grafa göng fyrir þann pening. Það veit ég, þú og meira að segja Árni Johnsen vinur okkar.

Skýrslan var engin ávísun á jarðgöng heldur gaf hún okkur upplýsingar um hvort möguleiki væri á að grafa göng og hversu mikið það myndi kosta. Það má hinsvegar rökræða um það hvort skýrslan sé trúverðug eða ekki en um það hefur umræðan ekki snúist á bloggunum.

Sem dæmi um umræðuna á bloggunum er þetta myndband.

 http://youtube.com/watch?v=ewoW1wJ79x0


mbl.is Elliði: Þurfum að vinna sem best út frá þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Ég legg til að þú lesir yfir færsluna aftur og skrifir upp á nýtt

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 28.7.2007 kl. 12:06

2 Smámynd: Grétar Ómarsson

Guðlaugur er nákvæmlega að eins og Asninn í myndbandinu hér að ofan, hann skilur greinilega ekki hvað pistill ykkar VKB manna gengur út á enda heldur hann áfram að sýna fávisku sína með að uppljóstra fáfræðinni um málið undir nafni.

Enn og aftur, Guðlaugur, VIÐ EYJAMENN ERUM EKKI AÐ FARA FRAM Á 80 Milljarða GÖNG!.

ÞESSAR TÖLUR KOMU FRÁ FRÆÐIMÖNNU SEM UNNU AÐ RANNSÓKNUM VARÐANDI MÖGULEIKA Á GÖNGUM MILLI LANDS OG EYJA.

TÓKSTU EFTIR Guðlaugur  "MÖGULEIKA"

Þú segir að við séum að reyna að koma þessari hugmynd á framfæri sem er ekki rétt, ef þú hefðir LESIÐ pistilinn hér að ofan hefðir þú áttað þig á að það er enginn að fara fram á þessa hluti, ekki einu sinni Árni Johnsen!.

Grétar Ómarsson, 28.7.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband