Mesta anti-climax íslenskrar tónlistarsögu

Sorrí Þórir, en það er staðreynd. Frammistaða Stuðmanna sem lokaband þessara tónleika er mesta anti-climax íslenskrar tónlistarsögu. Allir hinir listamennirnir sem komu fram á þessum tónleikum stóðu sig mjög vel. Allir skiluðu þeir sínu mjög vel, óháð því hvort maður fílaði þá eða ekki. En þessi óskapnaður sem Stuðmenn buðu upp á er ekki nokkrum manni bjóðandi. Stuðmenn eiga að skammast sín fyrir þetta, og ég vona að yfirmenn KB Banka sýni sóma sinn í því að lítilsvirða ekki íslensku þjóðina með því borga þeim fyrir þetta. Stuðmenn ættu að vera sektaðir fyrir svona ósiðsamlega framkomu á fjölskylduskemmtun.

mbl.is Aldrei fleiri á Laugardalsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband