Moggbloggs grátkórinn hefur upp raust sína

Enn og aftur fer grátkór moggabloggara að væla. Nú eru allir yfir sig hneykslaðir yfir löggunni. Allir tilbúnir til þess að verja gjörðir konu sem ekur undir áhrifum, og getur ekki sýnt sóma sinn í því að iðrast þess þegar til hennar næst. Heldur veitist að, rífur kjaftið og hótar lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki sem er að reyna að vinna vinnuna sína, svo að hægt sé að bæta öryggi hins almennaborgara.

Það er svo sem vafa lítið ýmislegt sem þarf að athuga við þetta mál. Það að  ekki skuli vera til verklagsreglur um hvernig svona lagað sé framkvæmt er í raun fáránlegt. Mér þykir líka mjög vafasamt að karlmenn skuli vera viðstaddir svona aðgerðir gagnvart kvenmanni. En að allur þessi skari moggabloggara skuli vera tilbúinn til þess að hlaupa upp til handa og fóta til varnar svona siðblindri manneskju sem hefur ekki einu sinni manndóm í sér til þess að iðrast afbrota sinn þegar runnið er af henni. Heldur kærir sömu einstaklinga og hún veittist að fyrir að hafa framkvæmt líklega óþægilega og að einhverju leiti niðrandi verknað á henni, sem hún hefði auðveldlega getað komið sjálf í veg fyrir með því að sýna smá samstarfsvilja við lögregluyfirvaldið. Finnst mér hreint fáránlegt.

En það sýnir kannski gleggst þá undirliggjandi óvild sem býr í hjörtum margra Íslendinga í garð yfirvalds, og hvað Íslendingar virðast margir hverjir trúa því heitt og innilega að allir sem eitthvert yfirvald hafa séu vondir menn að upplagi.


mbl.is Konu haldið niðri og þvagsýni tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mér finnst að Ketill bóndi ætti að finna sér nýja vini

Heiða B. Heiðars, 21.8.2007 kl. 13:18

2 identicon

Ég vil frekar vera í grátkórnum en í hópi manna sem réttlæta ofbeldi.

Ketill les hugsanir fórnarlamba ofbeldis og er líka að því virðist spámaður mikill. Hann segir konuna vera siðblinda, hafi ekki manndóm í sér, iðrist ekki afbrota sinna, hún hefði ekki sýnt samstarfsvilja ofbeldismannanna, að óvild búi í íslendingum gegn yfirvöldum, að íslendingar trúi heitt og innilega að yfirvöld séu vond að upplagi.

Þetta er ansi skapandi hugsun. 

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 13:47

3 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Axel Jón er trúaður. Hann trúir því því að „ofbeldismennirnir“hefðu gripið til umræddra aðgerða ef „fórnarlambið“ hefði sýnt samstarfsvilja. Hann trúir því að manneskja sem veit að hún sé að brjóta af sér með að aka undir áhrifum og iðrast þess, veitist samt að þeim mönnum sem reyna að koma í veg fyrir áframhaldandi brot hennar.

En Axel Jón er líka að hluta blindur. Hann getur ekki séð orð eins og margir.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 21.8.2007 kl. 14:01

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég er sammála inntakinu hjá þér "vinir Ketils bónda".   Auðvitað hefði verið best ef einungis konur hefðu staðið að framkvæmdinni til að gera hana minna niðrandi fyrir hina grunuðu konu en trúlega voru þær ekki til staðar á þessari vakt.  Það var a.m.k. kvenkyns hjúkrunarfræðingur á staðnum en það er lágmarks krafa.   Þá þarf auðvitað að ganga betur frá reglugerðum um starfsreglur ef þær eru ónákvæmar eða ekki fyrir hendi.

 Axel - Í fréttinni segir:

"Konan hefur verið ákærð fyrir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis og fyrir að hóta lögregluþjónum og sjúkraflutningamönnum og fyrir að hafa veist að lögreglumanni þetta umrædda kvöld."  (breiðletrunin er mín)

Það er því ljóst að Ketill er ekki að tala um siðblindu eða iðrunarleysi út frá "skapandi hugsun" eins og þú nefnir það Axel Jón. 

Hvort að "óvild búi í íslendingum gegn yfirvöldum" skal ég ekki segja að sé endilega yfir línuna en af bloggi margra að dæma virðist a.m.k. hluti hafa tilhneigingu til að dæma yfirvaldinu strax í óhag án þess að hafa öll gögn málsins í hendi sér.  Hver sem svo ástæðan er fyrir því er aftur annar handleggur.  Það þarf ekki að vera óvild í garð lögreglunnar, heldur skortur á yfirsýn og vanþekking á þessum málum öllu heldur.

Svanur Sigurbjörnsson, 21.8.2007 kl. 14:09

5 identicon

Það er sama hvað þið kallar þetta strákar, Ketill og Svanur. Ofbeldi er ofbeldi rétt eins og nauðgun er nauðgun. Það er Ketill sem skrifar textann. Það þýðir ekkert fyrir litla menn að reyna að vera stórir.

Þessu heldur Ketill sjálfur fram persónulega um fornarlamd ofbeldisins eins og sjá má í skrifum hans. Hann segir konuna vera siðblinda, hafi ekki manndóm í sér, iðrist ekki afbrota sinna, hún hefði ekki sýnt samstarfsvilja ofbeldismannanna, að óvild búi í íslendingum gegn yfirvöldum, að íslendingar trúi heitt og innilega að yfirvöld séu vond að upplagi. 

 Ég er ekki sammála Svani að ofbeldi er í lagi ef sama kynið fremur það. Einnig finnst mér ekki í lagi þó að persóna sýni ekki samstarfsvilja að beita hana ofbeldi sem þessu. En þú og vinir Ketil hafa bara öndverða skoðun. Þegar þið skoðið málið betur og ef þið eruð sómamenn sjáið þið að lögregluofbeldi er ekki réttlætanlegt. Núna má Ketill gaspra.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 14:22

6 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Það að umræddur afbrotamaður hafi hvorki sýnt samstarfsvilja né iðrun vegna afbrota sinna er ekki persónuleg skoðun mín. Það er einfaldlega það sem maður les út úr þessari grein, ef maður les hana með aðeins opnari huga en að ákveða fyrirfram að lögreglan hafi brotið af sér. Það hvort að greinin gefi alveg rétt mynd af málsatvikum er svo annað mál.

En það er samt ágætt að sjá hversu óbilandi trú Axels Jóns er. Hann trúir því virkilega að lögreglan og heilbrigðisstarfsmenn hefðu gripið til þessara „ofbeldisfullu“ aðgerða sem hann kallar, ef þeir hefðu átt einhverra annar kosta völ.

Það hvort að einstaklingur af sama eða öndverðu kyni framkvæmir þetta, snýst svo ekki um verknaðinn sem slíkan, heldur frekar upplifun þess sem þarf að þola hann. Flestum þykir þó snöktum skár að ef ókunnugur einstaklingur þarf að koma nálægt þessum líkamspörtum á sér, að hann sé þá af sama kyni.

En Axel virðist svo í mun að gera allt sem, þeir sem hafa aðra sýn á þessa atburð en hann, segja tortryggilegt. Að hann virðist finna sig knúinn til að reyna að snúa út úr öllu sem slíkir einstaklingar láta frá sér.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 21.8.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband