Rohypnol/Flunitrazipam

Rakst á þetta eftir ákveðnum krókaleiðum í morgun.

Það er óhuggnalegt til þess að vita að hægt sé að kaupa Rohypnol í apótekum hér á landi án mikillar fyrir hafnar. En samkvæmt því sem síðuskrifari sá sem ég vísa í hér að ofan segir, þá hafa í stuttri stikkprufu hjá henni þrír læknar verið tilbúnir til þess að ávísa á hana Flunitrazipam (sem er samheitalyf Rohypnol) eftir stutt samtal í gegnum síma. Svonalagað er virkilega sláandi, og til skammar fyrir íslenskt samfélag.

Á síðu sinni leitast umræddur síðuskrifari eftir hjálp annarra moggabloggara við að koma Flunitrazipam út af lyfjaskrá á Íslandi, og þannig úr almennri sölu. Okkur í VKB er bæði ljúft og skylt að taka þátt í þvílíkum þjóðþrifa aðgerðum, og birtum því hér stutta áskorun af áður nefndri síðu, með smávægilegum breytingum.

 

Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.

Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki fólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.

Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.

Öryggi ástvina okkar hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist að hafa þetta hættulega lyf í umferð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Takk;)

Heiða B. Heiðars, 24.8.2007 kl. 09:30

2 identicon

"alveg rétt hjá þér um þetta sérstaka efni. Flunitrazepam er notað meðvitað í mörgum öðrum tilgangi. T.d. hjá hermönnum sem verða slæmir á taugum, algengt í bankaránum og öðrum stórum ránum í grannlöndum okkar, morðum og ýmsum öðrum tilvikum þar sem fólk vill ekki láta tilfinningar þvælast fyrir sér við "vinnu" sína. Heróin er miklu skaðlausara efni. Það er líka ekki eins erfitt fyrir fólk sem háð heróíni að hætta því, en þeim sem verða háðir "Róbot-lyfinnu" eins og ég kalla það.

Oskar (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband