Vonum það besta - en sleppum miðlum

Maður vonar það besta að þeir félagar finnist...

 Ég vona þó að það sé ekki gert næst að hlusta á miðla, hvort sem þeir eru útlenskir eða íslenskir... það er eingöngu verið að eyða mikilvægum tíma í það að eltast eftir það sem fólk sem kallar sig miðla telur sig vita um hvar menn séu niðurkomnir.

Mér fannst það alveg hreint ótrúlegt að menn hafi virkilega notast við miðla í þessari leit... á hvaða öld lifum við?

 

Svo er annað sem maður fer að hugsa út í .. það er spurning með að svona lagað endurtaki sig ekki, þetta reyndar gerist alltof oft... en sem betur fer þá finnast ferðalangar í flestum tilvikum aftur... Það er spurning um að fólk verði að ráða leiðsögumann ef það ætlar eitthvað svona flakk... eða amk reyna koma því til skila til útlendinga hversu hættulegt það er að flækjast um hálendi Íslands... Ætli það sé eitthvað skipulag í kringum þetta? 


mbl.is Leit haldið áfram á Svínafellsjökli; pokar fundust nálægt fjölfarinni gönguleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Hef nú ekert á móti því að menn noti hvaða ráð sem þeir telja að geti hjálpað við leitina, hvort sem það eru miðlar eða eitthva annað.

Leitarsvæðið var alltaf afmarkað í kringum Skaftafells- og Öræfajökulssvæðið og skriðjöklana þar í kring. Held nú að miðlarnir hafi ekkert verið að beina mönnum í aðrar áttir. Hef svo sem enga sérstaka trú að að það virki, en ef menn telja það hjálpa, go nuts.

Ívar Jón Arnarson, 29.8.2007 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband