Mortal Kombat

Þegar ég var unglingur á gelgjunni var til leikur sem hét Mortal Kombat sá leikur var svo ofbeldisfullur og ógeðslegur að allir sem spiluðu hann undir aldri áttu svo aldeilis að skemmast og fara meiða mann og annan... leikurinn þótti það hættulegur að ástæða þótti að fjalla um hann í hinum ýmsu spjallþáttum og fréttatímum...

Þegar bróðir minn var unglingur á gelgjunni var til leikur sem hét Larry og var svo dónalegur og ógeðslegur að allir sem spiluðu hann áttu eftir að hlaupa út og nauðga einhverjum... brengluð sýn ungling á kynlífi orsakaðist eingöngu vegna þessa leiks... þá þótti ekki svo merkilegt að fjalla um það í fréttatímum eða spjallþáttum.

Þegar Pabbi minn var unglingur á gelgjunni var til leikur sem hét Pong sá leikur átti eftir að skemma æskuna enda var fólk að hanga inni og spila einhverja leiki í tölvu... það þótti ekki við hæfi...

Það er alltaf til fólk sem heldur því fram að það þurfi að verja almenning frá einhverri tilbúnni ógn.


mbl.is Helmingur selur bannaða leiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Jackal

Samkvæmt gameover.is hefur verið sannað að fólk verður frekar frá áhrifum af myndum. Og börn geri meiri greinamun á leikjum og raunveruleikanum en myndum og raunveruleikanum.

The Jackal, 21.12.2007 kl. 00:07

2 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Eins áreiðanleg heimild og gameover.is er get ég nú ekki tekið þessu sem sönnu... fyrir utan það að þú sannar stærðfræðiformúlur ekki félagsleg vandamál. Þú getur sýnt fram á að yfirgnæfandi líkur eru á að eitthvað sé,  en ekki sannað það.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 21.12.2007 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband