Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Kyrrstaða eða kabúmm.

Svona meirihluti er bara til þess gerður að springa. Hann á aldrei eftir að lifa lengur en 18 mánuði. Í þessum nýja meirihluta sitja 3 oddamenn, sem geta allir hótað því að hoppa beint uppí til Sjálfstæðismanna, ef þeir eru ósáttir við eitthvað sem nýr meirihluti ætlar að gera. Þótt sumir þessara oddamanna væru trúlega meiri aufúsugestir upp í rúm til Sjallanna en aðrir, svona í ljósi atburða síðustu daga, þá fengju þeir mun meira af embættum og öðrum bitlingum til handa sér og sínum í tveggja flokka meirihlutasamstarfi með D en í fjögurra flokka samstarfi S-B-VG-F (fimm, ef þú telur I með).

Annaðhvort verður algjör kyrrstaða, og enginn þorir að brydda upp á neinum málefnum sem eitthvað gæti steytt á í stjórnarsamstarfinu, af ótta við að sprengja það í loft upp. Eða að einhver nýrra meirihlutaflokka geri tilraun til að keyra í gegn eitthvert af sínum hugsjónamálum og meirihlutinn splundrist við það.

En það er nú líklega bara ágætt að málefni borgarinnar standi í stað fram að næstu kosningum. Það er allavega skárra en að þau fari aftur í þann farveg sem þau voru í í valdatíð R-listans.


mbl.is Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bræðrafélagið VKB mælir með hvalkjötsáti

Bræðrafélagið VKB mælir með því í skýrslu sinni um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda að fólk leggi sé fremur hvalkjöt en nautakjöt til munns. Þetta kemur fram á fréttavefnum eyjar.net.

Helgi Ólafsson, forseti félagsins, segir í viðtali við eyjar.net að þetta gæti dregið úr metangaslosun nautgripa og eyðingu skóga til rýmingar lands undir nautgripabeit. “Að breyta matarvenjum okkar er eitt þeirra smáatriða sem við getum lagt að mörkum” segir hann og bætir því við að rekja megi um fjórðung af öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda til nautgriparæktar. Helga hefur alla tíð þótt hvalkjöt hreint lostæti, og minnist þess með glampa í augum þegar hann fékk súran hval í þorrablótum á árum áður. “Svo var nú hrefnukjötssteikin sem Kjartan Vídó bar á borð í Brandinum í sumar ekkert slor heldur” bætir hann við brosandi.

Bræðrafélagið VKB ætlar svo á næstu dögum að fara af stað með herferð gegn lakkrís- og Opaláti. “Ef maður ætlar á annaðborð að taka þátt í baráttunni gegn metangaslosun, þá verður maður að berjast á öllum vígstöðvum” sagði Helgi að lokum.

 


mbl.is Greenpeace-samtökin mæla með kengúruáti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keiko þeirra Reykvíkinga?

Án þess að ég vilji vera eitthvað sérstaklega bölsýnn á þetta uppátæki hennar Jóku, þá grunar mig nú að auglýsingagildi þess sé stórlega ofmetið. Við Eyjamenn ætluðum nú aldeilis að flytja heilu bátsfarmana af túristum til okkar, svo þeir gætu sko skoðað Villa sem væri loxins búið að frelsa. Og jú jú, það voru fluttar fréttir af þessu úti um allan heim þegar hann kom á svæðið. Það fylgdu þessu svo einhver nokkur störf, og það var lengi hægt að röfla um þetta á kaffistofum bæjarins. En aldrei bólaði neitt á öllum þessum túristum, og enn er helst að maður rekist á stöku útlenskan nörd sem man eftir Surtsey, þegar maður nefnir Vestmannaeyjar, en enginn man eftir ræflinum honum Keiko (sem by the way er kvenmanns nafn).

mbl.is Friðarsúlan lýsir upp Viðeyjarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að berja höfðinu í steininn

Þetta minnir nú bara á það þegar menn fóru út í hryðjuverkastarfsemi á sínum tíma til þess að berjast gegn iðnbyltingunni í landbúnaði í Bretlandi. Menn frömdu skemmdarverk á dráttarvélum og öðrum nýtískulegum landbúnaðartækjum.
Það er alltaf einhver hluti fólk sem reynir að berjast gegn öllum breytingum. Þessi deilimenning á netinu er bara það sem koma skal. Þeir eiga aldrei eftir að ráða við þetta. Nær væri fyrir þá að reyna að finna leiðir til að aðlagast breyttum aðstæðum frekar en að berja höfðinu stöðugt í steininn, og reyna að halda í "gamla góða kerfið".

Svo er það líka rosalega þægilegt að hafa svona link eins og er neðst í fréttinni til að redda því ef sólahringurinn hjá manni hafi einhverra hlutavegna bara verið 23 stundir.


mbl.is „Þeir hagnast á glæpastarfsemi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hata þessa frasadýrkun

Sem er sérstaklega áberandi hjá íþróttafréttamönnum. Það þarf alltaf að orða allt nákvæmlega eins, hvort sem það á við eða ekki. Eins og að fólk fatti ekki hvað sé átt við ef ekki er sagt nákvæmlega eins frá og alltaf. Núna snýst fréttin aðallega um það að Dida hafi gert sér upp meiðsli eftir að ruglaður Celtic aðdáandi hljóp inn á völlinn og strauk honum um vangann. Samt segir í fréttinni að "Kalla þurfti á lækni inn á völlinn þar sem gert var að sárum Dida". Ef þetta var allt uppgerð hjá honum, eins og blaðamaður gefur sér í fréttinni, að hvað sárum var þá verið að gera ..?

 

Svo hata ég líka Strumpa ... 


mbl.is Dida þarf að svara fyrir sig hjá UEFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Doktorinn.

En honum var nær að semja prumpulagið.
mbl.is Dr. Gunni fékk ekki boðskort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymum ekki Teiknileikni...

Og öðrum álíka gáfulegum íslenskum sjónvarpsþáttum hér í árdaga skjás eins! Held að þeir þættir og þá sérstaklega umræddur þáttur, Teiknileikni sé vel til fundinn sem einn leiðinlegsti sjónvarpsþáttur heims!! 

En menn verða að læra af reynslunni og það er í raun skjá einum að þakka að íslenskir þættir hafa þróast hratt á undanförnum árum...

 

tja og þó... Allt í drasli... uss 


mbl.is Leiðinlegasti sjónvarpsþáttur í heimi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi fyrirsögn

Ég hélt það hefði einhver hefði soltið í einhverju afskekktu sveitaþorpinu vegna þess hann hefði ekki komist að ná sér í mat í vegna ófærðar í óveðrinu um helgina.

mbl.is Svalt í veðri fram yfir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband