Ótrúlega fáránlegt...

...sérstaklega í ljósi þess að það er ekki eins og þetta hafi verið að gerast í gær. Þetta er svo sem í samræmi við allt sem er að gerast hjá þessum blessaða samgöngumálaráðherra sem nær næstum því að toppa Sturlu Böðvarsson sem er líklega lélegasti ráðherra allra tíma en hann toppar varla Árna Matthiesen sem var allra lélegasti ráðherra allra tíma. Það virðist vera þannig að ef þetta snýr ekki að "nafla alheimsins" Reykjavík City þá nenni menn ekkert að eyða of miklum tíma í þetta. Spurning að ráða kannski einhver einstakling úr 101 Trefil á listmannalaunum til að sjá um þetta, þetta er með ólíkindum því þetta getur varla versnað...
mbl.is Reynt að semja um tilraunarekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Held að VKB ættu að fá sér annan talsmann. Að reyna að upphefja núverandi samgönguráðherra með þessu bulli. Kristján Möller hefur ekkert gert nema að draga úr þeim ákvörðunum sem Sturla hafði þó náð að koma í gegn. Ekki nokkur efi í mínum huga að við værum betur sett á Íslandi með Sturla Böðvarsson í stóli samgönguráðherra.

Fyrir utan nú þennan þvætting um lélegasta ráðherra allra tíma. Að reyna að breiða yfir þá staðreynd að núverandi ríkisstjórn inniheldur líklega alla þá sem tilkall geta gert til þess titils.

Reynið svo félagar að hafa hemil á því hverjir blogga í ykkar nafni. Þetta setur svartan blett á félagsskapinn. Má nú varla við fleiri blettum þar.

Jarl Sigurgeirsson, 14.1.2010 kl. 14:27

2 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

"Reynið svo félagar að hafa hemil á því hverjir blogga í ykkar nafni. Þetta setur svartan blett á félagsskapinn. Má nú varla við fleiri blettum þar".

Ég ætla að gefa mér það Jarl að þú sért að grínast...Kv. Jón Helgi Gíslason 

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 14.1.2010 kl. 14:51

3 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Af og frá að hér sé á ferðinni léttúðugt grín.

Veit bara vel að ég myndi ekki vilja láta gera mér upp þessar skoðanir og hugsa að margir sem ég þekki í röðum VKB hafi aðra skoðun á málinu. Held að menn ættu að sjá sóma sinn í skrifa undir eigin nafni en ekki gera vammlausum félögum sínum upp einhverjar skoðanir.

Að bæta þessum skandal ofan á misheppnuðu kertaskreytinguna, óhófleg bjórinnkaup og aðgangseyrinn í afmælið er ekki til þess fallið að efla orðspor Katlavinafélgasins.

Kv. Jarl.

Jarl Sigurgeirsson, 14.1.2010 kl. 15:07

4 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Það er löngu búið að ræða innan raða VKB hvernig þessi bloggi verður háttað og það er þannig að hver fær að koma með sína skoðun á þeim málum sem að hann bloggar um. Þessi regla t.d. þekkist ekki innan sjálfstæðisflokksins þar sem allir eru annaðhvort á sömu skoðun eða þeim er ýtt í burtu ef svo er ekki.

Ég gat ekki annað en hlegið af þessum athugasemdum um að það ætti að passa hver bloggaði í nafni félagsins eins og allir ættu að hafa sömu skoðanir. Sem betur fer er ekki fram ritskoðun í VKB því mönnum er leyfilegt að hafa skoðanir á málum...hversu vitlausar sem þér finnst þær. Mér reyndar gæti ekki verið meira sama um hvað fólki finnst um mínar skoðanir sérstaklega þegar þeir eru brennimerktir Sjálfstæðisflokknum eða Fyrirmyndarbílstjórum.

VKB merkið eitt í Helgafellinu er líklega meira afrek heldur en þið félagar hafið gert alla ykkar tíð. Svo ekki sé nú hægt að gleyma svindlinu ykkar í kringum Reimleikana. Það er margt sem hefur farið úrskeiðis í VKB en við tökum okkur ekki það alvarlega að við hlæjum bara af þessu og höldum áfram.

Eina sem kætir mig við þig Jarl er að þú ert stoltur Eyjamaður en því miður er vandamálið með þig og fleiri þarna í Ásgarði að einstefnuskoðanir ykkar eru stundum yfir strikið. Þið sjáið flís í augum annarra en ekki bjálkann í ykkar eigin. Ég skal viðurkenna það að ég var vinstri maður en sá það þegar þeir tóku við að þeir eru ekkert betri en þið og það virðist vera sama hvar stigið er niður í pólitík að sama rassgatið er undir þeim öllum og allir eru jafnmiklir drullusokkar.

 Kv. Jón Helgi Gíslason

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 14.1.2010 kl. 17:50

5 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Greinilegt er að þú ert alveg með á hreinu hvernig hlutirnir ganga fyrir sig innan Sjálfstæðisflokksins og líklega er það alveg rétt hjá þér að menn geta ekki bloggað í nafni flokksins um hvað sem er og haldið því fram að það sé skoðun allra í flokknum. Menn verða þar sem og í flestum öðrum félögum að koma fram undir nafni. Það er líklega ekki mönnum eins og þér að skapi, enda skiljanlegt.

Það er grátlegt að lesa væl þitt um okkar meinta svindl í Reimleikakeppninni. Það ætlar að sitja lengi í ykkur sú skömm sem fylgdi þeim atburði fyrir ykkur. Enda hafið þið haft vit á að velja ykkur auðveldari andstæðinga eftir þær ófarir.

VKB merkið á Helgafellinu hefur verið ykkar helsta afrek og er ég ekki að gera lítið úr því að koma saman kvöldstund og setja saman kertaskreytingu. Ætla nú ekkert að fara út í að metast við þig um afrek á vegum félaga okkar. Það verður nú samt að segjast að greinilegt er að kertaskreytingin ykkar er nú farin að fölna með árunum sem er í raun hin mesta synd, því hún setti hér á árum áður (meðan þið voruð enn ungir og ferskir) skemmtilegan svip á gamlárskvöldið í Vestmannaeyjum.

Við getum þó verið sammála um að margt hafi farið úrskeiðis í VKB, þar hittir þú allavega naglann á höfuðið. Það er gott að þið hafi húmor fyrir ykkur sjálfum og getið hlegið að mistökum ykkar, sem hlýtur að gera þetta að mjög hláturmildum félgasskap, sem er hið besta mál.

Þá skil ég einnig þá skoðun þína á pólitík að allir séu jafnmiklir drullusokkar. Mjög eðlileg afstaða biturs vinstrimanns í dag. Þú átt alla mína samúð í þeim efnum.

Vona að komandi kosningabarátta eigi ekki eftir að valda þér miklu hugarangri og að Kötluvinafélagið komist ólaskað frá þeirri glímu.

Bestu kveðjur til þinna manna.

Jarl.

Jarl Sigurgeirsson, 14.1.2010 kl. 22:56

6 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Mér einfaldlega datt ekki til hugar að skrifa undir nafni vegna þess að þessi pistill átti að vera meira í gamni en hitt en svo datt mér það ekki til hugar að það kæmi einhver brennimerktur sjálfstæðismaður og myndi gera athugasemd við hann, sérstaklega í ljósi þess að Sturla æðislegi sá til þess að eyjamenn fengu næstbesta kostinn í samgöngumálum heima. Þar að auki lagði hann sig allan fram í að gera Ægisdyrum lífið leitt og réð þar sérstaklega mann frá Bandaríkjunum til að gera skýrslu sem myndi ýta göngunum útaf borðinu, göngin áttu að kosta 70 milljarða sem er fáránlegasta tala sem ég hef heyrt fyrir jafnstutt göng...borgaði honum svo sex milljónir fyrir það. Honum ber að þakka fyrir það...klapp klapp!

Í sambandi við Reimleikana er ekki hægt annað en að hlæja af þeim fullyrðingum að ég sé að væla yfir því. Ég er einfaldlega að benda á það að þið hefðuð ekki getað unnið okkur nema með svindli. "Til hamingju með það"

Þrátt fyrir að þú og félagar þínir í Fyrirmynda eldri borgurum séuð ekki ánægðir með VKB merkið þá eru þið líklega þeir einu um það. Fólk sem ég þekki og hef rekist á í eyjum hafa lýst ánægju sinni með merkið þó það logi ekki í einhverja 10 klukkutíma. Það að geta hlegið af okkar mistökum sjálfir er einmitt ekkert annað en jákvætt og lýsir miklum þroska frekar en hitt...og er einmitt besta mál eins og þú minntist einmitt á.

Ég hefði ekki þurft að vera vinstri maður til að sjá það að pólitíkusar séu drullusokkar...það hefði nægt að hlusta á Bjarna Ben, Sigurð Kára og Guðlaug Þór peningasugu tala um hvernig eigi að bjarga Íslandi eftir heimsmeistarakeppnina í valda- og peningagræðgi í boði hins frjálsa markaðar sem þið settuð leikreglurnar fyrir. Það endaði frábærlega...er það ekki bara? Rót erfiðleikana í dag liggja hjá íhaldinu, samfylkingunni og framsókn sem sáu um einkavæða bankana, setja reglur fyrir markaðinn og fylgjast með honum. Þið sjáið ykkur ekki einu sinni fært að biðja þjóðina afsökunar og komið svo með álíka sleggjur að fólkið í flokknum hafi klikkað en ekki stefna hans sem er svo fáránlega heimskulegt að manni langar að æla. Svo röflið þið yfir Icesave en sleikið rassgatið á Dabba kóng sem henti út ástarbréfum sem kostar þjóðina svipað og Icesave...hvílík hræsni!

Ég get lofað þér því Jarl að kosningarnar eiga ekki eftir að valda mér vonbrigðum enda hef ég ekki áhuga á því að hlusta á innantóm loforð úr hvaða átt sem þau koma.

Svo bið ég kærlega að heilsa sömuleiðis og þá sérstaklega hljómsveitarmeðlimi þínum honum Þóri Ólafssyni

Kv. Jón Helgi Gíslason

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 14.1.2010 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband