Gott mál

Svona lagað gleymist yfirleitt hjá mótmælendum... enda eru mótmælendur yfirleitt ekkert rosalega mikið fyrir rannsóknir eða vísindi... held að það væri auðveldlega hægt að sjá ágætis samhengi milli fjölda rökvillna sem til eru og mótmælenda... 

 

En eitt, hafa bílar verið að léttast í rauninni? Það er alltaf verið að bæta við fleiri öryggistækjum, glingri og glamúrdrasli í bílana svo eitthvað hlýtur það að bæta á.


mbl.is Segja ál stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsanlega eitthvað til í þessu enda margt í mörgu og sumt í sumu.  Ég býst þó fastlega við því að þetta sé keypt könnun.  Það sem skiptir höfuðmáli eru forsendurnar.  Miðað við að nota stál þá skal ég trúa því að ál sé skárri kostur.  Ef við berum koltrefjaefni saman við ál, þá mundi ál koma verr út.  Koltrefjaefni er léttara og sterkara en ál enda er raunin sú að margir bíla- og flugvélaframleiðendur hoppa yfir álið og fara beint yfir í koltrefjarnar.  Því tel ég að framtíð áls sé ekki jafn björt og margur heldur.  

Jóhann Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Anton Þór Harðarson

það eru einnig margir sem trúa ekki könnunum ef þær passa ekki við þeirra eigin hugmyndir.  Ef við berum saman endurvinslu á koltrefjaefnum og áli er ég ekki svo viss um að álið komi verr út, þar sem ál er mjög auðvelt í endurvinnslu.

Anton Þór Harðarson, 3.8.2007 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband