Nenna ekki að lesa fréttir

Það er fyndið að lesa moggablogg... flestir þeir sem skrifa um fréttirnar nenna yfirleitt ekki að lesa fréttirnar, heldur vilja frekar blogga um fyrirsagnir eða fyrstu 2-3 línurnar af fréttinni... Leti eða bara vilja koma sér á framfæri með misgáfulegum athugasemdum um lífið og tilveruna.

 Það kemur fram mjög greinilega að hafnað var einkaleyfi á orðunum brekkusöngur og þjóðhátíð.. enda eru þau orð einum of algeng og víðsvegar notuð til að hægt sé að setja einkaleyfi á þau. Húkkaraball er afturámóti ekki notað almennt nema yfir þetta eina ball sem er haldið einu sinni á ári í vestmannaeyjum, fimmtudag fyrir þjóðhátíð. Annað er varðar sektir þá stendur greinilega neðarlega í fréttinni: "Friðbjörn sagði að ekki stæði til að beita sektum eða fangelsisvist fyrir notkun á orðinu Húkkaraball en að þeim þætti vænt um að menn bæðu um leyfi." En þetta virðist líka hafa farið fram hjá bloggurum... Núna þegar þeir hafa einkaleyfi á húkkaraball er eitthvað skrítið að þeir vilji að menn biðja um leyfi að nota það? til hvers annars að vera óska eftir einkaleyfi? Held að ÍBV hafi ekki verið að fara út í þetta til að vera með leiðindi og lögfræðing tilbúinn í startholunum að lögsækja alla sem voga sér að nota þetta orð yfir ball hjá sér.... 

Maður spyr sig líka, er fyrirtækjum og einstaklingum bannað að sækja um einkaleyfi á einhverju??  Það virðist fara gríarlega í taugarnar á fólki að þeir hafi sótt um leyfi... af hverju? ég bara skil ekki af hverju þeir mega ekki reyna að sækja um þetta einkaleyfi.. langsótt en þeirra val að sækja um... Þeir sjá einhvern hagnað í því að fá einkaleyfi á þessu. 

Að lokum þakka ég ÍBV fyrir framúrskarandi skipulagningu og vel heppnaða útihátíð eins og hún gerist best! 
mbl.is Eyjamenn þeir einu sem mega halda Húkkaraball
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband