Heppnaðist vel - Til hamingju Ennemm

Það er ljóst að nýja auglýsing Símans hefur heppnast mjög vel. Mikið umtal meðal bloggara og komnar tvær fréttir um auglýsinguna á mbl.is mest lesna fréttavef landsins. Svo efast ég ekki um að mikið hefur verið karpað á kaffistofum landsins en þó örugglega mest hlegið enda er þessi auglýsing bráðfyndin!

Sama hvort að fólki finnst hún góð eða vond er ljóst að auglýsingin sjálf virkaði! Er það ekki einmitt hlutverk auglýsinga? að vekja umtal og segja "þeir" ekki að slæmt umtal er engu að síður umtal og eigi að fagna því... Ég efast stórlega um að fólk fari að segja upp áskriftum hjá Símanum vegna þessarar auglýsingar né að fyrirtækið muni bera skaða af...

Svo er nú spurning hvort menn vilja röfla meira yfir þessu svo það endi með að Ennemm verði dregið fyrir einhverja nefndina... spurning spurning

 


mbl.is Miklar umræður á meðal bloggara um nýja auglýsingu Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Er ekki allt í lagi með ykkur?   Það er ekki rétt að hlutverk auglýsinga sé að vekja umtal sama hvort það er gott eða vont.  Hlutverk auglýsinga er að kynna vöru eða þjónustu á þann hátt að sem flestir hafi áhuga á viðskiptum.

Jakob Falur Kristinsson, 4.9.2007 kl. 18:06

2 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Ég get nú ekki verið alveg sammála þér þarna...og leyfi mér að skilgreina auglýsingar öðruvísi með leyfi Jakobs. Ef augýsingar eiga eingöngu að kynna vörur eða þjónustu af hverju eru þá ekki skjáauglýsingar ekki nóg? nú eða gamlar auglýsingar þar sem leikari stendur, heldur á vörunni og segir hvað hún heiti og hvar sé hægt að fá vöruna. 

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 4.9.2007 kl. 20:06

3 Smámynd: SG

Ég verð að gera athugasemd hérna. Hefuru heyrt um auglýsingasálfræði?

Þar er einmitt hugsunin að beita öllum tiltækum ráðum til þess að fá fólk til að öðlast áhuga á söluvörunni, hvort sem hún sé í formi vöru eða þjónustu.

Hér er notast við síðustu kvöldmáltíðina og sett í mun léttara form. Skal alveg viðurkenna að ég er ekki trúaður. Hvort sem það skiptir einhverju máli eða ekki.

Það sem ég er að reyna að segja er að þetta er þekkt aðferð til að vekja umtal. Núna vill fólk frekar sjá auglýsinguna, hvort sem það er á þeirri skoðun að hún sé ekki við hæfi eða hreint alveg sama. Þannig fréttir enn fleira fólk af vörunni/þjónustunni sem verið er að selja. 

Er ekki að reyna réttlæta  þessa auglýsingu. Er bara að varpa fram staðreyndum um mátt auglýsinga.

SG, 4.9.2007 kl. 22:30

4 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Nákvæmlega... í þessari umræðu hefur að auki auglýsingin fengið mun meiri ókeipis birtingu...  í fréttum á báðum fréttastöðvunum er auglýsingin birt í heild sinni og þar með er síminn kominn með fría birtingu vegna umtals. auglýsingin fær svo mikla umfjöllun bæði í ísland í dag og í kastljósi. Það má eiginlega segja að allir íslendingar séu búnir að sjá þessa auglýsingu....

 Hvort hún virki svo sem skyldi að fólk vilji eitthvað fá sér nýja kynslóð síma er allt annað mál.. og held ég að auglýsingin hafi ekki verið gerð til þess.. heldur eingöngu til að vekja umtal... 

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 4.9.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband