Vísbending um að blaðamenn mbl.is séu EKKI gáfaðri en apar

Enn á ný gera blaðamenn mbl.is sig seka um að fjalla á barnalegan og óupplýstan hátt niðurstöður vísinda rannsókna. Snúið er út úr fréttinni til þess að fá sem mest „krassandi“ fyrirsögn, þó fyrirsögnin tengist í rauninni ekkert því sem verið var að rannsaka. Hingað til var sú hugmynd uppi innan félagsvísindanna að afkvæmi manna og greindustu apa þroskist eins upp að ákveðnum aldri, en eftir það taki manns afkvæmin stórt stökk fram á við í þroska, og skilji apa afkvæmin eftir. Þessi rannsókn sýndi hinsvegar fram á að fyrr skyldi á milli barna og apa en áður var talið.

En blaðamönnum mbl er svo sem vorkunn, það virðist enginn metnaður vera í fréttaflutningi af vísindarannsóknum í íslenskum fjölmiðlum, hvorki hjá þeim né annarstaðar. Þessi frétt er að öllum líkindum þýdd beint upp af erlendum fréttavef, án þess að blaðamaðurinn hafi gefið sér nokkurn tíma til að kynna sér málið neitt frekar sjálfur. Sem er annað sem einkennir mbl.is full oft.


mbl.is Vísbending um að menn séu gáfaðri en apar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband