Bara jákvætt

Það er bara jákvætt að einhver sé tilbúinn til þess að tala í aðra átt en þessi fjölmiðlasirkús  sem hefur farið af stað í kringum þennan ímyndaða miðbæjarvanda. Að einhver jafn háttsettur og Geir Jón skuli neita að taka þátt í þessari hysteríu og segja að það að breyta Íslandi í lögregluríki sé ekki rétta leiðin til þess að losna við stríðsástandið úr miðbænum, sem miðaldra karlar og kerlingar í Grafarvoginum hafa talið sér trú um að sé þar við lýði, vegna þess að þau hafi heyrt af tveimur líkamsárásum á innan við mánuði.

Ég er ekki trúaður maður, en tel það samt vera mun skárri kost að það labbi einhver heittrúaður aðili upp að mér,  þegar ég að að ráfa ölvaður um miðborgina, og reyni að sannfæri mig um ágæti þess að fela líf mitt í hendur Ésú. Heldur en að ég verði snúinn niður af þrautþjálfuðum sérsveitarmanni fyrir að fleygja bjórdós á götuna sem er öruggt að verði horfina þaðan, og ofaní pokann hjá einhverjum sem nælir sér í nokkra þúsundkalla um helgar með að tína dósir, þegar dauðskelft úthverfafólkið mætir á laugarveginn morguninn eftir.


mbl.is Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband