Allt á misskilningi byggt

Eða ... það hlýtur eiginlega að vera. Ef að Móri ræfillinn var hvorki rekinn, né að hann hafi hætt sjálfur, þá hlýtur hann ennþá að vera í vinnu þarna. Nema þetta sé eitthvað eins og með Magga Pele á sínum tíma. Bogi greyið var víst búinn að gera ítrekaðar tilraunir til þess að reka Magga úr FES-inu, en hann hætti aldrei. Bogi var meira að segja búinn að reyna að fá aðra undirmenn sína til þess að reka hann. En allt kom fyrir ekki, alltaf mæti Maggi aftur. Hann bara var ekki á því að hætta. Allt þar til hann var látinn moka snjó í holurnar sem mynduðust í innkeyrsluna sunnan FES-ins einn veturinn eftir duglega snjókomu. Þá loxins náði Maggi ræfillinn Pele skilaboðunum.

Og fyrst að maður er farinn að segja uppsagnar tengdar sögur af gömlum Eyjamönnum ... Var það ekki Rútur Snorra sem gerði einhvern fjárann af sér í vinnunni einn föstudaginn? Þá rauk yfirmaðurinn öskuillur að honum og tilkynnti honum það með miklum reiðitón að hann skyldi sko ekkert vera að hafa áhyggjur af því að mæta í vinnu til sín aftur á mánudaginn. Rútur var alveg himinlifandi með að fá þriggja daga helgi, og mætti úthvíldur, brosandi út að eyrum á þriðjudeginum.


mbl.is Chelsea: Mourinho var ekki rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband