Bíddu, bíddu, bíddu. Ég skil þetta nú ekki alveg!

Í greininni segir: "Notkun jarðefnaeldsneytis er skattlögð í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda". Hvernig draga skattar úr mengun? Er hægt að setja skatta til að fá betra veður líka? Eða til að lækna kvef kannski? Ég skil ekki alveg þennan undramátt skatta allt í einu ...

 

ATH! Þið vitleysingarnir sem trúið því að fólk hætti að gera eitthvað vegna þess að það kosti meiri pening,  hvernig hefur gengið að draga úr reykingum eða drykkju með endalausum aukningum á álögum á áfengi og tóbak? ÞETTA VIRKAR EKKI.
Ef það á að fá fólk til þess að nota frekar svokölluð vistvæn ökutæki, þá þarf að vera að minnsta kosti jafn einfalt og þægilegt að nota þau og venjulegan bensínbíl, helst bæði einfaldara og þægilegra.


mbl.is Unnið að endurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Nákvæmlega.  Þegar ég fékk bílprófið ´98, kostaði líterinn 62 kr. Nú er hann um 100% dýrari og umferðin hefur ekkert minnkað, hún hefur aukist ef eitthvað er. Hraðakstur er meiri, sem þýðir meiri eyðsla bílanna, þýðir meiri losun gróðurhúsalofttegunda. 

Þetta á engan rétt á sér að grúska í þessu... Það er bara verið að reyna enn eina ferðina að tröllríða okkur ósmurt í taðgatið! 

ViceRoy, 27.9.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband