Skammsýni Íslendinga lifir enn

Okey í fyrsta lagi hvað í andskotanum er Lýðheilsustöð að vasast í þessum málum? Ætlar þessi stofnun að vera með afskipti í öllu? við þurfum kannski í framtíðinni að lúta öllu sem þessi heilaga stofnun gefur út frá sér...

En það er óþolandi hvað skammsýni Íslendinga ætlar að viðhaldast í vegamálum... Það er allt hugsað út frá aðstæðum í dag en aldrei spáð í því að þegar framkvæmdum lýkur er allt sprungið... getum við aldrei lært af reynslunni?

Og okey 2 + 1 gefur álíka mikið öryggi og 2 + 2 en Það er ekkert allt málið.. Það þarf líka að hugsa um það að bílaumferð fer í BÁÐAR ÁTTIR... Vegirnir þurfa að anna umferðinni!! og fólk sem er að ferðast þarna mikið um skilur vel hvað ég á við... 

Svo er nú líka eitt sem er kannski hægt að koma að og tengist þessu að hluta til, núna er verið að auglýsa mjög mikið frá umferðarstofu að frekar eigi maður að stoppa bílinn og leggja sig í 15 min... Þá væri gaman að vita... Hvar á leiðinni á selfoss dettur ykkur í hug að sé hægt að stoppa bíl út í vegkanti og leggja sig? eða bara einhvern veg á Íslandi fyrir utan Reykjanesbrautina?

 


mbl.is 2+1 og 2+2: Duga þrjár akreinar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Eftir því sem ég best skil er undirbúningur hafinn að hönnun 2+2 vegar frá Reykjavík til Selfoss, eða kannski öllu heldur öfugt því umferðarþunginn mun víst vera mestur milli Hveragerðis og Selfoss. Því sting ég upp á að menn hætti að þvæla um 2+1 sem er bara tvíverknaður og helmingi dýrara þegar upp er staðið. Svíar hafa of oft haft rangt fyrir sér, við ættum að vera búin að átta okkur á því.

Markús frá Djúpalæk, 7.2.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband