Glæsileg nýting á skattfé

Á meðan ekki eru til nógir peningar til að halda úti þeim mannafla sem formaður lögreglufélagsins (eða hvað það nú heitir nákvæmlega) telur þurfa í lögregluna á Suðurnesjum, þá eru tugir lögreglumanna látnir húka í bílum á götuhornum í heila viku í von um að geta sektað einhvern ræfilinn um 5000 kall fyrir að gleyma að gefa stefnuljós.
mbl.is Fylgst verður með notkun stefnuljósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Lagabrot og örkuml sem röng notkun bíla veldur hefur á einhvern veginn minna vægi en flest annnað sem löggan gæti lagt áherslu á,  yfir eina viku ?

Morten Lange, 11.3.2008 kl. 14:33

2 Smámynd: B Ewing

Þetta er ein glæsilegasta nýting á skattfé sem til er.    Þeir eiga eftir að raka inn peningum til reksturs lögregluembættisins,  a.m.k. ef miðað er við að á einni götu aki 100 bílar á klukkustund og 60 þeirra gefi ekki stefnuljós (eins og tíðkast í dag).  60 bílar * 5000 krónur = 300.000. Ég væri til í að fá 300 þúsund kall á tímann.

Áfram löggan með stefnuljósaátakið! 

B Ewing, 11.3.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Ég held að Ewing ofmeti afkastagetu lögreglunnar, að ætla að þeir geti stoppað og sektað einn bíl á hverri mínútu. Fyrir nú utan þá leiðinda mýtu að peningar sem kom í ríkiskassann  gegnum sektanir renni beint til lögreglunnar.

Svo hef ég ekki heldur heyrt af mörgum sem hafi örkumlast við það að gleyma að gefa stefnuljós á gatnamótum. 

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 11.3.2008 kl. 15:26

4 identicon

Og ég býst við því að Vinur Ketils bónda fari yfir og lesi slysaskýrslur hvers árs fyrst hann þykist ekki hafa heyrt eða séð neitt?

 Ef svona átak verður til þess að umferðarmenning landans batnar smávegis, árekstrum fækkar og heimsóknum fólks á bráðadeild kannski líka, þá er gróðinn mikill til lengri tíma litið. 

Það er hrútleiðinlegur fylgifiskur okkar íslenskra ökumanna að geta ekki drullast til að ýta á eina blessaða stöng til að láta vita hvort maður ætli nú að skipta um akrein, aka út úr hringtorgi eða bara beygja! 

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:02

5 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Nei, en ég les flestar fréttir, og það nokkuð mikið og vel, og þar er oftar en ekki tilgreint hvað hafi valdið slysum sem fjallað er um í fjölmiðlum, sér í lagi alvarlegum slysum.

En ef ætlunin er að fækka heimsóknum á bráðadeild, held ég að réttara væri að hafa lögregluþjónana, sem ekki eru nógu margir fyrir miðað við nýlegar fréttir, í sínum vanalegu störfum við umferðareftirlit en að binda tugi þeirra við einhver götuhorn í heila viku.

En afhverju menn halda að ég sé að tala gegn aukinni notkunn stefnuljósa er ofar mínum skilningi. Ég er einungis að benda á hvað mér finnist það heimskulegt að binda tugi lögreglumanna við að sitja og mæna á fólk við götuhorn meðan það eru nýlega búnar að berast af því fréttir að það sé ekki nægur fjöldi lögreglumanna innan lögreglunnar á Suðurnesjum til að sinna venjubundnum störfum. 

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 11.3.2008 kl. 16:18

6 Smámynd: ViceRoy

Held þetta sé nú bara hið besta mál. Eini gallinn er að sama átakið var gert á farsíma og maður sér enn fólk babbla í þá á meðan það keyrir...  

Það þarf nú að taka Íslendinga og sparka duglega í rassgatið á þeim þegar að umferðinni kemur. Þeir gefa sjaldan stefnuljós, og stundum þegar þeir hafa stefnuljós á, þá kemur fyrir að beygja ekki. Enda veit maður aldrei hvað næsti fyrir framan mann ætlar að gera, því allt í einu úti á miðri götu byrjar maðurinn fyrir framan að bremsa og maður hefur ekki hugmynd hvers vegna, eða þá byrjar að bremsa og gefur stefnljós á MEÐAN hann er að beygja! :D

Horfið á aðreinar sem er líka fráreinar, t.d. brúin við Ártúnsbrekkuna, þar sem sæbrautin eða reykjanesbraut liggur... ÞAR er mjög þekkt dæmi að fólk er að koma frá sæbraut og að fara inn á miklubraut og fíflin á vinstri akreininni hleypa ekki inná, því þeir eru að fara á fráreinina og vilja komast fram úr þeim, í staðinn fyrir að gefa stefnuljós og hægja aðeins á ökutækinu og miða sig út frá umferð. :D

Fyrir utan skemmtilegustu vitleysuna af ÖLLU :D og það er hið fáránlega taut og röfl yfir bensínverði, það kosti alltof mikið, helvítis olíufélög og helvítis ríki... svo keyrir maður hægt af stað, og þá þurfa allir að komast fram úr manni og gefa allt í botn til þess eins að vera heilli mínutu fyrr heim eða í vinnu eða hvert sem það er að fara. :D 

Réttast væri að taka bílana af Íslendingum og henda hestum í þá... :D  Þú getur riðið út drukkinn en hesturinn hefur þó vit fyrir því að beygja sjálfur frá næsta hesti :Þ

ViceRoy, 11.3.2008 kl. 16:55

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér hefur oft legið við örkumlun eftir að hafa gefið stefnuljós.  Og notað það rétt.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.3.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband