Nytjajurtir finnast í Surtsey

Veit það ekki, kannski að það sé einfaldlega of langt um liðið frá því að ég fékk mér síðasta kaffibollann. En mér tókst í fljótheitum að lesa yfirskrift meðfylgjandi fréttar eins og titill þessarar færslu hljómar. En mér brá auðvitað nokkuð við þær fréttir að nytjajurtir væru að finnast í Surtsey. Datt þó helst í hug að Suðureyingarnir væru farnir að rækta kartöflur þar. Enda ábyggilega fyrirlöngu komnir með leið á að éta allt rollukjötið kartöflulaust.
mbl.is Nýjar jurtir finnast í Surtsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Gullauga eða Ólafsrauðar?  Afi ræktaði hvorutveggja með góðum árangri undir endanum á flugvellinum í Eyjum, svo árum skipti.  Hans móttó var:  "Kartöflulaus matur er nánast óæti"!

Sigríður Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband