Bræðrafélagið VKB mælir með hvalkjötsáti

Bræðrafélagið VKB mælir með því í skýrslu sinni um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda að fólk leggi sé fremur hvalkjöt en nautakjöt til munns. Þetta kemur fram á fréttavefnum eyjar.net.

Helgi Ólafsson, forseti félagsins, segir í viðtali við eyjar.net að þetta gæti dregið úr metangaslosun nautgripa og eyðingu skóga til rýmingar lands undir nautgripabeit. “Að breyta matarvenjum okkar er eitt þeirra smáatriða sem við getum lagt að mörkum” segir hann og bætir því við að rekja megi um fjórðung af öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda til nautgriparæktar. Helga hefur alla tíð þótt hvalkjöt hreint lostæti, og minnist þess með glampa í augum þegar hann fékk súran hval í þorrablótum á árum áður. “Svo var nú hrefnukjötssteikin sem Kjartan Vídó bar á borð í Brandinum í sumar ekkert slor heldur” bætir hann við brosandi.

Bræðrafélagið VKB ætlar svo á næstu dögum að fara af stað með herferð gegn lakkrís- og Opaláti. “Ef maður ætlar á annaðborð að taka þátt í baráttunni gegn metangaslosun, þá verður maður að berjast á öllum vígstöðvum” sagði Helgi að lokum.

 


mbl.is Greenpeace-samtökin mæla með kengúruáti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband