Færsluflokkur: Bloggar

Auðvelt að redda þessu

Á þessum erfiðu tímum, meðan ómögulegt virðist vera að fá gjaldeyri inn í landið, verðum við að nýta þá stöðu sem upp er komin með falli krónunar og fá inn sem mest af erlendum ferðamönnum, sem nú borga nærri helmingi minna fyrir bjórglasið en fyrir aðeins nokkrum mánuðum.

Besta leiðin til þess að gera það er að leyfa rekstur spilavíta í landinu. Gerum landið að Vegas norðursins. Fáum ferðamennina  hingað í bíl-(eða kannski öllu heldur flugvéla)-förmum og fáum þá til þess að skilja eftir sig nánast allan sinn gjaldeyri. Höfum opið fyrir alla helstu gjaldmiðla heims í vítunum og þá munu dollararnir, pundin og evrurnar streyma inní landið.

Drastic times call for drastic measures ...


mbl.is Viðskipti milli landa verða tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er vonandi ...

... að þeir skilji eftir einhvern gjaldeyri í landinu blessaðir.
mbl.is Erlendir fjölmiðlar streyma til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinilegt að Davíð sé illa við Breta líka

Nema þetta sé bara hluti af hinu stóra og úthugsaða plani ofurskúrksins DO til þess að fella sakleysingjann JÁJ en láta alla halda að það sé ástandi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum að kenna.

Annars eru það alveg eðlileg viðbrögð manna í þeirra stöðu að reyna að kenna öllu og öllum öðrum um hvernig hafi farið fyrir rekstrinum. Þá er vitaskuld tilvalið að grípa til gömlu góðu Dabbagrýlunnar.


mbl.is Bankabjörgun kynnt í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var þá og

Enn á að sniðganga Kidda ræfilinn Sleggju. Maður fer nú bara að vorkenna honum.
mbl.is Stefnuræða forsætisráðherra flutt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú spyr ég af fávisku minni

... og eflaust svolitlum fordómum. En eru blindir stór markaðshópur þegar það kemur að bíómyndum?
mbl.is Blindir gagnrýna nýjustu mynd Julianne Moore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar enginn að benda manninum á ...

... að Bláalónið er ekki náttúrleg uppsprett heits vatns? Það væri sennilega titlað sem umhverfisslys eð það væri að byrja að myndast í dag.
mbl.is Væntir mikils af samstarfi Íslands og Úganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónuvernd anyone?

Halda menn virkilega að allur almenningur sé tilbúinn til þess að setja persónugreinanlegar upplýsingar um fingraför eða sjónhimnu sína í einhvern miðlægan gagnagrunn sem yrði tengdur hvaða sjoppu sem er ..?
mbl.is Heyra greiðslukort brátt sögunni til?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukk?

Þessi síða var klukkuð (?) af Gilberti Fostberg. Klukk þetta er, að því sem ritstjórn vefjarins getur best skilið, fólgið í því að svara nokkrum tilgangslausum spurningum.
Okkur er vitaskuld ekki stætt á öðru en að verða að þessari ósk Fostersins.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
Glasalyftingar
Danskennsla
Söngkennsla
Sundkennsla

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Harley Davidson and the Marlboro Man
Pi
Killer Tomatoes Eat France!
Pledge This!

Fjórir staðir sem ég hef búið á.
Mánabar
Lundinn
Drífandi
Kráin

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar.
Guiding Light
The Bold and the Beautiful
Falcon Crest
Days of Our Lives

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.
Mánabar
Lundinn
Drífandi
Kráin

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg.
http://vinirketils.com/
http://www.youtube.com/vinirketils
http://catsinsinks.com/
http://www.catsthatlooklikehitler.com/


Fernt sem ég held uppá matarkyns.
Hamborgari í Kránni
Hamborgari í Skýlinu
Hamborgari í Toppnum
Hamborgari í Tvistinum

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft.

Tinni í Sovétríkjunum
Tinni í Kongó
Tinni í Ameríku
Tinni á Kópaskeri

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka.
Egill Helgason
Össur Skarphéðinsson
Jónas Kristjánsson
Mengella


Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna.
Mánabar
Lundinn
Drífandi
Kráin


Það er nú gott ...

... að þeir fengu að klára að borð blessaðir.
mbl.is Gripnir í Baulu eftir fjársvikaferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða vitleysa ..?

Leiðrétta hvað? Ég sé ekkert vitlaust við þessa frétt. Ísland er fyrir löngu orðið eins og hérað í Bandaríkjunum. Kanadýrkunin í landanum er svo yfirgengileg að þess er væntanlega stutt að bíða að Íslendingar fari að halda þakkargjörðardaginn hátíð legan. Ég meina, við höldum nú þegar upp á bæði Hrekkjavökuna og Valentínusardaginn, sem koma menningu okkar ekkert við. En við erum búin að sjá þetta svo oft í sjónvarpsþáttum og bíómyndum, að við viljum gera svona líka, alveg eins og Ross og Rachel í Friends.

Hættum að streytast á móti, og viðurkennum bara orðinn hlut. Við erum partur af Bandaríkjunum.

Nú vantar bara að fólk á Selfossi og Kirkjubæjarklaustri byrji að hlusta eingöngu á kántrý, og þá verður þetta fullkomnað.


mbl.is Unnu Bandaríkjamenn silfrið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband