Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Fleiri sem sættast á Þjóðhátíð

Það er útlit fyrir að fleiri komi til með að sættast á komandi Þjóðhátíð en mr. Johnsen og þeir sem hann hefur danglað í undanfarin ár.
Því ritstjórn vkb.blog.is hefur öruggar heimildir fyrir því að rokkgoðið Þórir Ólafsson og  blikklistamaðurinn  Hannes Kristinn Eiríksson hafi mælt sér mót við vatnspóstinn á laugardagsmorgninum þar sem ætlunin er að grafa stríðsöxina. En þessir fyrrum félagar hafa nú eldað grátt silfur saman um nokkurra ára skeið.
En upptök deilna þeirra má rekja til þess þegar Þórir uppnefndi Hannes og kallaði hann Pannes fyrir tæpum fjórum árum. Þá á Hannes víst að hafa öskrað á móti, Þórir Klórir, og rokið á dyr með tár í augum.

Það verður gaman að fylgjast með hvort áætlaður sáttafundir þeirra skili árangri.


mbl.is Þjóðhátíð sátta í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styttist í Þroskahefti

Samkvæmt heimildum VKB bloggsins er Þroskahefti 2008 á leið í prentun núna kl:10:00

Mikið þrekvirki var unnið enda var byrjað á Þroskahefti á mánudaginn s.l sagði Helgi Ólafsson forseti VKB í samtali við VKB bloggið núna undir morguninn. Menn hafa verið að vinna þetta í vinnutíma og á nóttunni og þá aðallega Andri Hugo á nóttunni enda mikið næturdýr hann Andri

 Eyjamenn eiga því von á brakandi heitu Þroskahefti inn um lúguna hjá sér í næstu viku


mbl.is Búist við fleirum á þjóðhátíð en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forskot á sæluna

Já maðurinn er klárlega bara hita upp fyrir Loverboy partýið!
mbl.is Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru hrikalegar fréttir

En við getum huggað ykkur með því að Vitinn verður á sínum stað og VKB tjaldið auk þess sem verið er að leggja loka hönd á Þroskahefti.

Svo Þjóðhátíðin ætti alveg að sleppa ...
mbl.is Ekki nægur lundi fyrir þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið afsakið vonandi ...

... en ég sá bara tvíræðnina í þessu slagorði. Sá hana Jessicu fyrir mér sjúga bjúga
mbl.is Pamela Anderson fellir dóm: Jessica er hóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband