Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Hvaða vitleysa ..?

Leiðrétta hvað? Ég sé ekkert vitlaust við þessa frétt. Ísland er fyrir löngu orðið eins og hérað í Bandaríkjunum. Kanadýrkunin í landanum er svo yfirgengileg að þess er væntanlega stutt að bíða að Íslendingar fari að halda þakkargjörðardaginn hátíð legan. Ég meina, við höldum nú þegar upp á bæði Hrekkjavökuna og Valentínusardaginn, sem koma menningu okkar ekkert við. En við erum búin að sjá þetta svo oft í sjónvarpsþáttum og bíómyndum, að við viljum gera svona líka, alveg eins og Ross og Rachel í Friends.

Hættum að streytast á móti, og viðurkennum bara orðinn hlut. Við erum partur af Bandaríkjunum.

Nú vantar bara að fólk á Selfossi og Kirkjubæjarklaustri byrji að hlusta eingöngu á kántrý, og þá verður þetta fullkomnað.


mbl.is Unnu Bandaríkjamenn silfrið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað ..?

Var spurningunni um aldur stúlkunnar aldrei svarað? Finnst það nú eiginlega stærsti punkturinn í þessari frétt. Ekki það að ég hafi sérstaka trú á því að verksmiðja í Tævan sem vinni náið með Apple hætti á að hafa of ungt starfsfólk í vinnu. En mér finnst þó rétt að svara þeirri spurningu, fyrst að henni hafi á annað borð verið varpað fram.
mbl.is Dularfulla „iPhone-stúlkan“ heldur vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smekkleg myndlíking

"líkt og DNA blettum hafi verið dreift yfir rúmföt sýndarveruleikans."

Held að blaðmaðurinn sé búinn að horfa á einum of marga CSI þætti.


mbl.is Tæknin drepur framhjáhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfund?

Ekki það að ég ætli mér að verja þessar gerðir Kínverja, en þetta lyktar nú aðeins af öfund eða afbrýðisemi. Fyrst reyna þeir að berja sér á brjóst og segjast hafa fengið flest verðlaun, þó Kínverjinn hafi fengið flest gull, og segja að þeir hafi alltaf miðað við heildarfjölda verðlauna, ekki bara gullin. Og núna, þegar flest önnur rík sem hafa tjáð sig um þetta tala um að þau hafi alltaf miðað við fjölda gullverlauna, fer Kaninn að hamra á einhverjum sögum um hversu vondir Kínverjarnir hafi verið við keppendurnar sína, og hversu dýru verði verðlaunin hafi verið keypt.
mbl.is Dýr voru Ólympíugull Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur varla verið svo góður ...

... fyrst Nojararnir eru svona óðir í að fá hann í íslenska liðið fyrir leikinn.

Ekki einu sinni Norðmenn eru svo vitlausir að berjast blóðugri baráttu til að styrkja lið tilvonandi andstæðinga.

Eða hvað ..?
mbl.is Hareide myndi nota Veigar í norska landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfleið Sólveigar Pétursdóttur?

Var það ekki Sólveig Pétursdóttir sem stakk uppá því þegar hún sat sem dóms- og kirkjumálaráðherra að henda upp pappalöggum hingað og þangað? Það er eins og mig minni það. Eru þessir "papparassar" leifarnar af þessum pappa-löggæslumönnum? Jahh, maður spyr sig...
mbl.is Saknar papparassanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef svo sem heyrt um það ...

... að menn "fylltu upp í" með sokkum eða slíku. En kjúklingalæri. Það er svolítið frumlegt.
Spuring hvort það virki mera svona "authentic" ef einhver fer að þukkla.
mbl.is Pamela áritar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nostradamus


mbl.is Grunaðir um að hafa viljað myrða Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pipar

Svona myndir fá mann til að kunna að meta það að ver einhleypur.
mbl.is Alls ekkert lát er á vinsældum Mamma Mia!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanity, thy name is...nun?

Ég verð að segja að mér þykir þetta einstaklega fyndið, þar sem hégómi og dramb er ekki hátt skrifað hjá almættinu. Ekki er ég þó að setja útá fegurð nunna, hvort sem þær séu að keppa í innri eða ytri fegurð, því margar hverjar eru ansi laglegar. En ef himna-faðirinn hefur hvatt til auðmýktar og undirgefni þá þykir mér þetta uppátæki skjóta svolítið skökku við boðun þessara ágætu kvenna.

"Af ávöxtunum munuð þér þekkja þá!" stendur í hinni "góðu" bók. Ávextir eru góðir, þá sérstaklega vel þroskaðar ferskjur og sæt epli. En þetta sýnir okkur líklega bara hvað manneskjan er breisk. Trúfólk leggur allt í sölurnar til að iðka sitt trúar(ó)bragð "rétt"og er auðmjúkt, undirgefið og gott. En þegar ávextirnir eru komnir fram yfir seinasta söludag fara þeir að linast og blettir fara að myndast á þá. Seinna meir kemur lykt, sem virkar fyrst um sinn sæt en þegar líður á verður hún að óboðlegri stækju. Hinn trúaði, auðmjúki, undirgefni og góði einstaklingur hittir aðila sem ekki aðhyllist sömu trú og hvað gerist, þeir fara í trúarkeppni. Hvor er meira auðmjúkur, hvor er meira undirgefinn, hvor er betri, hvor er trúaðri. Báðir telja þeir sig sigurvegara, en auðmýktin víkur fyrir hroka og hégóma.

Að lokum vitna ég í persónu sem Al Pacino lék fyrir nokkrum árum að nafni John Milton:

 "Vanity, definitely my favorite sin!"

Það er nokkuð ljóst að paradís er týnd!


mbl.is Fegurðarsamkeppni nunna skipulögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband