Viðbjóður

Mér hryllir við að lesa moggablogg þessa stundina... allar helstu 101 kaffihúsarottur landsins hafa sameinast um að skrifa um hversu geðveikir eyjamenn séu, árni sé að hafa ríkið að fífli, eyjamenn ættu bara flytja osfrv.... Látiði ekki svona greyin ... reynum nú aðeins að skoða málið frá öllum hliðum áður en við förum að öskra og æpa með enn eitt lúkasarmálið!! Þeir aðilar sem eru að blogga um þessi mál núna eingöngu út frá þessari frétt hafa afar takmarkaða vitneskju um hvað sé í húfi, hvað er búið að gera í málinu, hvort um er að ræða einkaframkvæmd, hvað þarf marga herjólfa á þessum tíma og svo mætti lengi telja....

 

allavega byrjum á því að sýna nærgætni í skrifum... eftir þessari skýrslu hafa margir eyjamenn beðið með öndina í hálsinum og að þurfa lesa svona ósköpnuð eins og þið blessaða moggabloggs fólk eruð að skrifa er nú alls ekki bætandi á ástandið. 


mbl.is „Álitamál hvort göng til Vestmannaeyja séu réttlætanleg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nákvæmlega, þetta eru týpurnar sem vita allt og eru með allt á hreinu og það sem versta er það vill hafa vit fyrir öðrum líka. úff, maður fær grænar af því að hugsa um þetta pakk og svo er þetta núna fast við fréttirnar á mbl, þannig að maður er nánast "neyddur" til þess að lesa þessa vitleysu sem vellur upp úr því. Það þarf að benda þessu hyski á að það lifa ekki allir af jeppa og plasma lánum eins og það og Reykjavík er ekki nafli alheimsins og hefur aldrei verið það.

úfffff (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 18:09

2 identicon

Algerlega sammála þér! Mér finnst helstu stjórnmálamenn landsins hafa verið með leti hvað varðar möguleikana á þessu. Mér finnst alveg sjálfsagt að skoða alla möguleika sem til eru í stöðunni og þess vegna að eyða töluverðum fjármunum í það. Þessi göng yrðu stórt verkfræðilegt afrek líka en ég held að það sé engu að síður framkvæmanlegt.

Vonandi að þessar beæjarrottur í rvk. fari að átta sig á staðreyndum og hugsanlegum sparnaði til framtíðar ef verður af göngum!

GÖNG TIL EYJA!

Reynir Svavar Eiríksson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 18:27

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Sérkennileg viðbrögð!  Fullyrðingar um að menn viti ekkert hvað eru að tala um!  Nákvæmlega sama "röksemd" sem Árni Johnsen notaði í fréttum í kvöld.  Og var hann þá að tala um verkfræðinga, sem eru sérfróðir í þessum málum!  Það fer  best á því að Vestmannaeyjingar grafi sín göng á sinn eiginn kostnað og noti til þess sína "sérþekkingu".

Auðun Gíslason, 24.7.2007 kl. 19:46

4 Smámynd: Grétar Ómarsson

Af hverju þurfa menn að setja samasemmerki við skoðanir Árna Johnsen og Eyjamanna, Ég er Eyjamaður og ekki segi ég verkfræðinga á flippi, ég verð að trúa og treysta fræðimönnum sem unnu að þessari skýrslu. 

Við Eyjamenn og aðrir megum ekki rífast um skýrslur sem birtast árlega um þessi mál, 70 millur er of stór biti fyrir Kristján Möller og félaga í samgönguráðuneytinu að kyngja.

Hættum að skiptast í fylkingar um Göng, bakkafjöru eða nýjan Herjólf. 

Förum fram á bættar samgöngur strax á meðan við getum, hvort sem það verður ferjulægi við Bakkafjöru eða nýtt og hraðskreiðara skip. 

Grétar Ómarsson, 24.7.2007 kl. 23:14

5 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Hvergi var vegið að getu fræðimanna að vinna sína vinnu Auðun, Að sjálfsögðu treystum við þeim að vinna þetta vel!! Hér er átt við sjálfskipaða fræðimenn götunnar sem mynda sér skoðun á einni frétt á mbl.is

Þessi tala kemur ekkert á óvart enda var unnið eftir fyrri skýrslum frá vegagerðinni.. án þeirra rannsókna sem til þarf að fá nánari útreikning og nákvæmari kostnaðartölu. 

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 24.7.2007 kl. 23:47

6 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Heimsendaspár um göngin

Áform um Hvalfjarðargöng settu eðlilega mark sitt á þjóðmálaumræðuna þegar við blasti að ráðist yrði í framkvæmdir. Margir lýstu ánægju með að göng undir Hvalfjörð væru loksins í sjónmáli og hlökkuðu til að losna við að aka fyrir fjörð í öllum veðrum. Aðrir voru neikvæðir, höfðu jafnvel uppi gífuryrtar heimsendaspár. Nokkur dæmi skulu tilgreind úr safni tilvitnana í skrif og ummæli andstæðinga Hvalfjarðarganga.

Friðrik Hansen Guðmundsson í samtali við fréttamann Útvarps 1. febrúar 1996, eftir fund Verkfræðingafélagsins um Hvalfjarðargöng:

"Það liggur bara alveg fyrir eftir þennan fund að mínu mati að menn vita hreint og klárt ekkert hvað þeir eru að fara út í. Það verður ekki ljóst fyrr en menn fara að grafa og bora og sprengja þarna niðri. Þarna eru misgengissprungur, berggangar, þetta er allt saman vatnsleiðandi berglög sem þarna eru á ferðinni og ef menn lenda í þessum göngum þegar það er verið að sprengja niður á við, þar verða menn að vinna í vatni og sprengja í vatni með vatnið alltaf á sér og ef menn lenda í miklum lekavandamálum eins og í Vestfjarðagöngum, sem getur vel komið þarna upp, að þá sér maður fram á að menn gefist bara hreinlega upp."

Friðrik Hansen Guðmundsson í fréttum Stöðvar tvö 1. febrúar 1996:

"Það síðasta sem við þurfum á að halda sem stöndum í útflutningi á verkfræðiþekkingu er stórbrotið klúður á heimavelli og ef illa tekst upp í Hvalfjarðargöngunum þá mun það varpa skugga ótrúverðugleika yfir alla íslensku verkfræðistéttina."

Friðrik Hansen Guðmundsson í fréttum Sjónvarps 1. febrúar 1996:

"Ég er að benda á það að eftir þeirri reynslu sem menn hafa erlendis frá þá geta menn lent í hverju sem er þarna ofan í jarðgöngum. Menn eiga þar á hættu að lenda í miklum lekavandamálum eins og menn lentu í í Vestfjarðagöngum. Menn eiga þar á hættu að lenda í vandamálum vegna jarðskjálfta ef þarna á sér stað jarðskjálfti. Það er alveg óþekkt hvað gerist í slíkum göngum sem þessum í jarðskjálfta í þessu bergi sem við höfum hér. Við erum að horfa upp á möguleika á verulegum stórslysum ofan í þessum jarðgöngum ef að þarna á sér stað árekstur ofan í þessum djúpu jarðgöngum. Þarna getur átt sér stað bruni, þarna getur átt sér stað slys og bruni ofan í þessum jarðgöngum að þá geta menn lent þar í gríðarlegum slysum og eins og málin blasa við og standa við sérstakletga eftir þennan fund hér í dag þá hefur ekkert komið fram sem að annað en að styrkja mig í þeirri trú að þarna geta menn lent í stórbrotnu klúðri sem að bitnar síðan á okkur öllum sem búum í þessu landi."

Gunnlaugur Þórðarson, lögmaður, í Morgublaðsgrein 20. febrúar 1996:

"Gerð ganganna mun án efa kosta mannslíf."

"Mér er ekki kunnugt um neinn íslenskan verkfræðing, tæknifræðing né arkitekt, en þeir vera að standa ábyrgir fyrir gerðum sínum, sem fæst til að taka ábyrgð á eða jafnvel mæla með jarðgöngunum."

Gunnlaugur Þórðarson, lögmaður, í Morgunblaðsgrein 29. febrúar 1996:

"Í þessu máli, sem svo mörgum öðrum milli íslensku þjóðarinnar og norskra stjórnvalda, gildir gamla máltækið "frændur eru frændum verstir". Það er dapurlegt að hugsa til þess að það mun enn, á sinn hátt, rætast í jarðgöngunum undir Hvalfirði."

Magnús Sigurðsson skrifar í DV 23. febrúar 1996:

"Þeir sem ég hef heyrt ræða göngin telja þau beinlínis óðs manns æði og það skipti verulegu máli að þau verði ekki að veruleika."

Ágúst Sigurðsson skrifar í DV 29. febrúar 1996:

"Hér er rennt blint í sjóinn, í þeirra orða fyllstu merkingu, með gerð ganganna og þau eiga því miður eftir að verða stór og mikil martröð allrar þjóðarinnar á komandi árum. Mótmæli verða því að koma fram."

Jónas Kristjánsson í forystugrein í DV 27. febrúar 1996:

"Til marks um þýlyndi Íslendinga má hafa, að engin samtök grípa til varna gegn Hvalfjarðargöngum. Fólk tuðar gegn göngunum í hornum sínum, en notar ekki samtakamátt til að koma í veg fyrir, að göngin verði að einni helstu martröð þjóðarbúsins á næstu árum."

"Ef Íslendingar væru ekki þýlyndari en aðrar þjóðir, létu þeir ekki rugl af þessu tagi yfir sig ganga hljóðalaust. Stofnuð væru samtök til að gæta hagsmuna skattgreiðenda og vegfarenda til þess að berjast gegn því, að vandræðin yrðu meiri en þau eru þegar orðin."

"Stofna þarf virk almannasamtök til að vernda viðhald og framkvæmdir við veginn fyrir botn Hvalfjarðar og hindra frekari ábyrgð skattgreiðenda á göngunum."

Ólafur Sigurgeirsson á Þaravöllum í samtali við Tímann 24. febrúar 1996:

"Þessi göng eru eitt mesta umhverfisslys landsins og stórskaði fyrir okkur hér og alla landsmenn. Göngin eiga eftir að verða dragbítur á þjóðfélaginu í áratugi og komast sennilega aldrei í gagnið."

Gunnlaugur Þórðarson snýr við blaðinu

Gunnlaugur Þórðarson, hæstaréttarlögmaður, var í hópi þeirra sem hvað harkalegast gagnrýndu áform um Hvalfjarðargöng á opinberum vettvangi og vöruðu við að "anað yrði út í" þessar framkvæmdir. Hann skrifaði greinar í Morgunblaðið, 20. febrúar 1996 undir fyrirsögninni "Þjóðardoði" og 29. febrúar 1996 undir fyrirsögninni "Hvalfjarðargöngin, Smugan og Mozart".

Gunnlaugi snerist hugur svo um munaði og hann vitnaði síðar í tvígang í Morgunblaðinu um ágæti Hvalfjarðarganga. Þann 25. október 1997 skrifaði hann grein undir fyrirsögninni "Að skjátlast er mannlegt" og rakti hvernig undirmeðvitund sín hefði rumskað þegar fréttir bárust um glæsilegan árangur við gangagerðina:

"Gat það verið, að baráttugleðin í fyrrgreindum blaðagreinum hefði leitt mig á villigötur? Og lét þetta mig ekki í friði. Ég varð að skoða verkið með eigin augum."

Gunnlaugur fékk síðan leyfi til að skoða Hvalfjarðargöng í fylgd Hermanns Sigurðssonar, verkfræðings og þáverandi staðarstjóra Fossvirkis í Hvalfirði. Eftir þá heimsókn skrifaði Gunnlaugur Þórðarson m.a.:

"Heimsóknin í göngin sannfærði mig um , að þar væri unnið stórkostlegt mannvirki, sem yrði þjóðinni lyftistöng og væri vottur þess stórhugar, sem ríkja ætti með íslensku þjóðinni."

"Öryggistilfinningin þarna neðanjarðar var dásamleg. Manndómurinn í verkinu er þeim, sem að því standa, til sóma. Í samræmi við áðurnefnt spakmæli hlýt ég að leiðrétta orð mín og hlakka til að fara um Hvalfjarðargöngin fullfrágengin norður á Húsavík að rúmu ári. Til hamingju Ístak og Fossvirki!"

tekið af spolur.is

Pálmi Freyr Óskarsson, 25.7.2007 kl. 05:30

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Algjörlega sammála þessu. Komi þessi göng ekki þarf að tryggja næstbesta kostinn í huga Eyjamanna; nýrri og hraðskreiðari ferju og tilkomu Bakkafjöruhafnar. Það er til skammar að fólk tali gegn Eyjamönnum og eðlilegum kröfum þeirra um samgöngubætur, enda er núverandi staða algjörlega óviðunandi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.7.2007 kl. 18:21

8 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

mæl þú manna heilastur Stefán

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 27.7.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband