Hvaða bull er þetta eiginlega?
5.9.2007 | 12:41
Það er álíka mikil frétt í þessu eins og að trén felli lauf á haustin. Þetta hefur gerst núna til margra ára að umferðarþunginn á höfuðborgarsvæðinu aukist rosalega á haustin þegar skólarnir byrja. Það væri frekar vit í því að flytja fréttir af því ef þetta gerðist ekki, það væri eitthvað óvænt, eitthvað sem væri áhugavert að heyra um í fréttum, eitthvað sem á erindi við almenning.
Svona eins og það að Siggi Björn hafi verið edrú alla síðustu helgi ...
Morgunumferðin þung í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held það sé nú bara verið að endurvekja athygli manna á því hvað þetta umferðarkerfi á Íslandi er lélegt. En það er svo sem rétt hjá þér, þetta telst vart vera frétt en eitthvað verða þeir að segja þegar lítið er fréttnæmt.
ViceRoy, 5.9.2007 kl. 14:52
Kerfið er lélegt, en ekki þannig að það vanti fleiri hraðbrautir, frekar þvert á móti. Dæmi um hvernig lausnin felist í því að jafna samkeppnisstöðu samgöngumáta má sjá í mörgum borgum. Í tengsl við Evrópskri Samgönguviku , benda menn á fyrirbærinu "traffic evaporation". Þrengt er aðeins að einkabílaumferðina, og umferðaröngþveitið minnkar ! www.mobilityweek.eu
Landssamtök hjólreiðamanna, 13.9.2007 kl. 13:50
Íslendingar nota einkabílinn það er bara þannig.. strætókerfið er hörmung og borgin er orðin svo teygð langt út í sveitir vegna þess að það er svo "ljótt" að nýta landið og byggja upp eins og gert er í flestum borgum... að tíminn sem það tekur að hjóla er rugl... svo kemur nú veðrið líka inn í þetta.. það er afar óþægilegt held ég fyrir flesta að hjóla í vinnuna þegar það kemur rigning og rok í tíma og ótíma...
Við erum bara haldin einhverri svakalegri hræðslu við það að skipuleggja fram í tímann og gott dæmi um það er þegar menn vildu gera 2+1 veg á selfoss.. já það er jafn öruggt og 2+2 vegur en það annar ekki umferðarunga eftir x mörg ár... menn þurfa keyra í báðar áttir þú skilur...
Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 14.9.2007 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.