Við sem nærumst á ótta - Samsærispælingar!

Maður fer að velta fyrir sér hvað nákvæmlega rekur fjölmiðla áfram til að fjalla um sívaxandi "stríðsástand" í höfuðborginni... Þegar í raun glæpum hefur fækkað halda fjölmiðlar áfram að fjalla um stórhættulegt ástand og undarlegt nokk eru það yfirleitt fréttamiðlar 365 sem halda uppi geðveikri æsifréttamennsku.. Það líður varla sá dagur að ekki komi dramatísk frétt á stöð tvö um hvernig allt er að fara til fjandans í miðborginni... Og hvað gerir þetta? Jú býr til ótta! 

Ég hef nú bara strax orðið vitni að því að þetta sé farið að virka þegar aðili sagðist (og í alvöru meinti það) vera öruggari úti á spáni í hörðu lögregluríki þar heldur en í miðborginni... þessi aðili fer aldrei niður í miðbæ rvk um helgar. Borgarfulltrúar éta þetta upp, heldra fólk sem býr upp í grafarvogi og í hafnarfirði hringir inn í þjóðarsálina og lýsir yfir vaxandi áhyggjum a ástandinu... þessir aðilar fara aldrei niður í miðborgina og sjá sjálf ástandið!! Í raun hafa fæstir aðilar sem lýsa áhyggjum af ástandinu komið nálægt miðborginni um helgar... Sem er í raun undarlegt

 Þetta er í raun ekkert gríðarlega flókið og  hefur verið stundað mikið í gegnum tíðina... stór dæmi og kannski full dramatískari en þetta má nefna þegar Hitler kveikti í Reichstag til þess að geta sett á fót löggjöf sem tók burt réttindi borgaranna... allt í nafni þess að berjast gegn kommahryðjuverkamönnum... Nærtækari dæmi má sjá hjá Bush sem tók burt réttindi borgaranna til að berjast gegn hryðjuverkaógninni.. og fólk samþykkir það... það gerir það í alvöru vegna þess að fjölmiðlar pumpa það ótta... 

OK... þetta eru afar stór dæmi en í grunninn er það sama sem er að baki... ótti við eitthvað skapar tækifæri til að koma með eitthvað sem á að "vernda" borgaranna sem þurfa akkúrat enga vernd... Svo þá er það stóra spuringin.. Hvað er það sem menn vilja koma á?

-Vopnaðri lögreglu?

-meira vald lögreglu

-Loka áfengisverslunum niðrí miðbæ

-minnka afgreiðslutíma pöbbanna?

-Hækka verð á áfengi eða jafnvel bara banna það alfarið

Þetta er spurningin... hvert er svarið?

 


mbl.is Góður árangur af auknu eftirliti lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband