Forseti Íslands á hit-lista íslenskra nýnasista

Þetta er óhuggnaleg síða, og hreint með ólíkindum að hatur í líkingu við það sem kemur þarna fram skuli geta þrifist í jafnfámennu samfélagi og við lifum í hér á landi. Á umræddri síðu er meðal annars að finna lista yfir nafngreint fólk, sem ekki er hægt að kalla annað en hit-lista. Í inngangi að þessum lista er birt mynd sem kennir fólki að binda hengingarsnöru og sagt "Nafnalistinn hér fyrir neðan er gerður til þess að þetta skítapakk mun ekki sleppa undan ábyrgð á gerðum sínum. Ég mun ekki gráta það ef þeim yrði stytt stundir með hönk af reipi". Þetta er ekki hægt að túlka sem annað en beinar hótanir í garð nafngreindar einstaklinga, og vona ég svo sannaerlega að einhver verði látin svara fyrir þessi orð. En þeir einstaklingarnir sem eru nafngreindir á þessum lista eru:

Ólafur Ragnar Grímsson - forseti
Dorrit Moussaieff - forsetafrú
Jónína Bjartmars - fyrrv. umhverfisráðherra
Svanhildur Gísladóttir
Rakel Paul 34 ára
Karen Sigurðardóttir 23 ára
Pétur Marteinsson - fyrrv. atvinnumaður í fótbolta
Unnur Valdimarsdóttir - dósent
Gauti B. Eggertsson
Hreiðar Eiríksson
Þorkell Ágúst Óttarsson

Þessi færsla birtist í svo til sömu mynd áður á þessari síðu. En mér þótti viðeigandi að tengja hana við þessa frétt.


mbl.is Rannsókn hafin á kynþáttanetsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband