VKB boðar til mótmæla við Veðurstofuna
25.1.2008 | 10:14
Bræðrafélagið Vinir Ketils Bónda hefur boðað til mótmæla við Veðurstofu Íslands í dag kl. 11.45 til að mótmæla veðrinu. Fjölmiðlaumfjöllun og skoðanakannanir undanfarinna daga hafa sýnt það glöggt að mikill minnihluti borgarbúa er ekki fylgjandi þessu veðri. Því hyggjast félagarnir í VKB sýna óánægju sína í verki og ætla að mæta í veðurstofuna í dag kl. 11.45 og hrópa þar að nærstöddum. Ætlunin er meðal annars að hrópa slagorði eins og Þú ert enginn fokking Veðurstofustjóri, farðu og Styttið upp. Eins sagði Helgi Ólafsson forseti félagsins að það yrði alger lúxus ef það yrðu einhverjar gamlar konur á svæðinu sem hægt væri að kalla fasista.
Ekki síðan í Gúttó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þið mótmælið á veðurstofunni ég ætla að storma út í Stórhöfða og kasta snjóboltum í rúðurnar hjá Óskari vitaverði og Pálma syni hans þeir skulu fá það óþvegið.
Gísli Foster Hjartarson, 25.1.2008 kl. 10:19
haha! góður! ..ég mæti!!
Viðar Freyr Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.