McDonalds styrkir tónlistarmann
6.2.2008 | 11:25
Forsvarsmenn vestmannaeysku gleðisveitarinnar Tríkot eru agndofa yfir þeirri ákvörðun hljómborðsleikarans Þóris Ólafssonar að semja við hamborgarakeðjuna McDonalds sem sérlegan styrktaraðila sinn. Þykja þeim það slæmar tvíbökur að tengja hamborgaraát við afrek á tónlistarsviðinu.
En Þórir hefur samið við amerískur ruslfæðismangarana um að gegn því að hann komi fram í einkennisklæðum starfsmanna McDonalds þegar hann spilar opinberlega, þá fái hann greidda fjóra BigMac á viku.
Hann er að sögn alsæll með þennan samning og hreint ekki á þeim buxunum að rifta honum, Þótt Sæþór Vídó hafi hótað að éta alla BigMac-ana frá honum.
McDonalds styrkir afreksmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.