Persónuvernd anyone?
12.9.2008 | 11:47
Halda menn virkilega að allur almenningur sé tilbúinn til þess að setja persónugreinanlegar upplýsingar um fingraför eða sjónhimnu sína í einhvern miðlægan gagnagrunn sem yrði tengdur hvaða sjoppu sem er ..?
Heyra greiðslukort brátt sögunni til? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
True :)
Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 13:07
Ég held það barasta. Ekki endilega allur almenningur. Bara þeir sem vilja tryggja að nauðsynlegar upplýsingar um sjálfan sig séu aðgengilegar þegar á þeim er þörf.
Sumir nota t.d. ekki kreditkort ennþá, bara seðla. Minna öryggi að sjálfsögðu. Rændur peningur er horfinn peningur. Rænt kreditkort er stolið plast. Kreditkorta fyrirtækið tekur skellinn.
En auðvitað mun ekki hvaða sjoppa sem er hafa aðgang að öllum þeim upplýsingum sem þar verða geymdar. Af hverju ætti skóbúð að þurfa að vita annað en þína skóstærð?
Tryggvienator, 13.9.2008 kl. 19:41
Já, ég held það virkilega.
Hræðsla almennings við miðlæga gagnagrunna er fáránleg en tengist náttúrulega aðallega hinni neikvæðnu umræðu um DeCode hérna um árið.
Nær allir gagnagrunnar eru miðlægir - annars væri ekkert gagn í þeim. Þegar einhver "sjoppa" slær inn kortanúmerið sækir posinn þær upplýsingar sem þarf ("er heimild eða ekki?") í miðlægan gagnagrunn kortafyrirtækjanna.
Heldurðu virkilega að þegar nýtísku posar tékka á t.d. lithimnunni hjá þér, að þeir sæki síðan einhverjar meiri upplýsingar en bara hvort það sé heimild fyrir greiðslunni eða ekki?
Fólk ætti að átta sig á því hvað þetta er brillíant- maður gleymir kortinu hvergi, það er ekki HÆGT að stela því eða misnota það... nema að einhver skeri af manni fingur eða auga. Það er svosem alveg þekkt að bílþjófar skeri af bíleigendum fingur til að geta stolið bílum með fingrafaralás, en það er augljóslega mun sjaldgæfara en að lyklum (eða kortum) sé stolið.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.