Auðvelt að redda þessu
8.10.2008 | 18:06
Á þessum erfiðu tímum, meðan ómögulegt virðist vera að fá gjaldeyri inn í landið, verðum við að nýta þá stöðu sem upp er komin með falli krónunar og fá inn sem mest af erlendum ferðamönnum, sem nú borga nærri helmingi minna fyrir bjórglasið en fyrir aðeins nokkrum mánuðum.
Besta leiðin til þess að gera það er að leyfa rekstur spilavíta í landinu. Gerum landið að Vegas norðursins. Fáum ferðamennina hingað í bíl-(eða kannski öllu heldur flugvéla)-förmum og fáum þá til þess að skilja eftir sig nánast allan sinn gjaldeyri. Höfum opið fyrir alla helstu gjaldmiðla heims í vítunum og þá munu dollararnir, pundin og evrurnar streyma inní landið.
Drastic times call for drastic measures ...
Viðskipti milli landa verða tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.