Villi vindhani
23.8.2007 | 16:29
Skelfing er að horfa upp á kallinn. Kominn í sömu vindhana pólitíkina og Samfylkingin. Einn daginn trúir hann því að allir séu hræddir við miðborgina og finnist rónar ógeðslegir. Skellir skuldinni á kæli í bakherbergi í ríkinu í Austurstræti. Svo fattar hann að það sé ekki öllum í nöp við að ógæfufólk né gæfusamt fólk (og allt þar á milli) fá sér kaldann bjór yfir daginn, þá allt í einu skiptir þetta engu máli lengur. Ég hélt að Villi væri öflugri pólitíkus en þetta, og fastari á sínu en svo að hann færi að elta eitthvað ímyndað almenningsálit og fölmiðlavæl.
Þó ég hafi sjálfur tekið þátt í hneykslunaröldunni sem reið yfir bloggheima á minni eigin síðu, þá finnst mér Villi ræfillinn síst koma betur út með því að snúast á tíeyring þegar hann sér að meiri hlutinn hefur ekki þá skoðun sem hann hélt hann hafa.
Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst þetta svo kjánaleg rök, að gagnrýna pólitíkusa fyrir að skipta um skoðun. Minnir mig á "bannað að skipta skoðun" þegar ég var krakki, sem var jú... barnalegt.
Nú reyni ég að forðast að taka upp hanskann fyrir Samfylkinguna þar sem ég er ekki sammála henni í flestu (frekar en neinum flokki), en mér finnst það aðdáunarvert að "elta almenningsálitið". Það veitir ekkert af því að pólitíkusar á Íslandi elti almenningsálitið aðeins, og taki mark á því sem þjóðin hefur að segja.
Þetta eru sömu rökin og svokallaðir hægrimenn í Bandaríkjunum nota alltaf yfir Democrata, að þeir séu svo mikið "flip-flop", eins og þeir ættu aldrei að láta sér segjast, aldrei að skipta um skoðun og aldrei að endurmeta aðstöðu sína.
Eins og ég segi, kjánalegt.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 13:05
Í mínum huga er fáir eiginleikar mikilvægari í pólitíkus en að hann sé samkvæmur sjálfum sér. Ég kýs ekki (og trúi því að flestir aðrir geri það ekki heldur) menn bara út á þeirra eigin hyggjuvit. Ég kýs þá vegna þess hver stefna þeirra í ákveðnum málum er. Ég vil ekki bara koma þeim í embætti, og láta þá svo hlaupa á eftir skoðanakönnunum, eins og hvolpur á eftir rófunni á sjálfum sér. Ég ætlast til þess að menn fylgi þeirri línu sem þeir leggja fyrir kosningar.
Kjörtímabilið hér á Íslandi eru 4 ár. Menn eru almennt búnir að hlaupa í marga hringi á þeim tíma, ef þeir elta hverja einustu skoðanakönnun, eða háværu fjölmiðlaumfjöllun sem fer af stað. Ég vil geta gengið að því að þeir menn sem ég kýs fylgi þeirri stefnu sem ég á annað borð kaus þá útaf.
Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 24.8.2007 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.