Blogg um komment viđ blogg um frétt af bloggi um blogg um frétt

Ţađ er oft gert grín ađ ţví hvađ fjölmiđlaheimurinn á Íslandi virđist sjálfhverfur. Enda oft hálf hjákátlegt hvađ blađamenn hér á landi virđast uppteknir af ţví sem er ađ gerast í ţeirra stétt á hinum og ţessum miđlinum, og eru endalaust ađ flytja okkur hinum fréttir af ţví hvađa blađamađur var rekinn hér eđa ráđinn ţar, hvađa fréttamađur hćtti á ţessari stöđ og byrjađi á hinni. Haldandi ţađ ađ sauđsvartur almúginn hafi nokkurn minnsta áhuga á atvinnumálum blađamanna.

En bloggheimurinn virđist engu skárri. Allavega miđađ viđ ţessa frétt, og svo sem margar ađrar álíka. Ţá virđist alltaf reglulega rísa upp öldur á bloggheimum í kringum einhver mál ţar sem menn fara ađ vísa ţvers og kruss á milli blogga í hinum torrćđna bloggheimi. Fólk, sem sumt hvert virđist eyđa meiri tíma í "cyber" heimi bloggsins en ţeim veraldlega, virđist seint ţreytast á ađ blogga um hvađ ađrir eru ađ blogga um. Eins og stóra Pálumáliđ međal Eyjubloggara um daginn, svo ekki sé nú minnst á heilagan Lúkas, sem reis upp frá dauđum eftir ađ hafa veriđ pyntađur til dauđs í bloggheimum.


mbl.is Mikil umrćđa á blogginu eftir ummćli Francisco um drykkjuţol Íslendinga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband