Ég hata þessa frasadýrkun
8.10.2007 | 15:15
Sem er sérstaklega áberandi hjá íþróttafréttamönnum. Það þarf alltaf að orða allt nákvæmlega eins, hvort sem það á við eða ekki. Eins og að fólk fatti ekki hvað sé átt við ef ekki er sagt nákvæmlega eins frá og alltaf. Núna snýst fréttin aðallega um það að Dida hafi gert sér upp meiðsli eftir að ruglaður Celtic aðdáandi hljóp inn á völlinn og strauk honum um vangann. Samt segir í fréttinni að "Kalla þurfti á lækni inn á völlinn þar sem gert var að sárum Dida". Ef þetta var allt uppgerð hjá honum, eins og blaðamaður gefur sér í fréttinni, að hvað sárum var þá verið að gera ..?
Svo hata ég líka Strumpa ...
Dida þarf að svara fyrir sig hjá UEFA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Getur verið að Steini Gunn hafi komist svona að orði á MIGGUDEGI Í BEINNNNI ÚDSENDINGU ?
Nonninn (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 10:55
Klukkan sautján ... Klukkan fimm
Heldur Steini virkilega að það sé til fólk sem veit ekki að kl. 17 sé það sama og kl. 5 síðdegis ..?
Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 9.10.2007 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.