Púað á Þóri Ólafsson á tónleikum

Gestir á tónleikum Tríkot á slútti kökubasars kvennfélagsins í Hafnarfirði voru lítt hrifnir af frammistöðu hljómorðsleikarans Þóris Ólafssonar í gærkvöldi. Einhverjir yfirgáfu tónleikana og aðrir púuðu. Var Þórir ofurölvi á tónleikunum og þurfti ítrekað stuðning hljómsveitarmeðlima þar sem hann stóð varla í fæturna og sofnaði í tvígang fram á hljómborðið.

Fyrr um daginn hafði hann heimsótt kærustuna í fangelsi og tileinkaði henni lögin á tónleikunum meðal annars með því að breyta hljómagangi laga.

Kærasta Þóris, Helena Steinadóttir, var handtekin fyrir viku síðan vegna meintrar líkamsárásar sinnar og vinkonu á barþjón einn sem átti að bera vitni gegn Helenu í sakamáli sem nú stendur yfir. Eftir líkamsárásina eru þær stöllur einnig grunaðar um að hafa reynt að múta fórnarlambinu með hálf étnu Snickers og flötum bjór gegn því að hann félli frá fyrri vitnisburði.


mbl.is Púað á Amy Winehouse á tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

argasta snilld og þetta er eitthvað svo líkt Þóri

Gísli Foster Hjartarson, 15.11.2007 kl. 15:16

2 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Þórir hefur nú svo sem afrekað þetta. Sofnaði fram á hljómborðið þegar hann fór upp á svið að spila með Tríkotmönnum á árgangsmótinu í hittifyrra.

Skil ekki að þeir hafi tekið hann inn í hljómsveitina eftir það ... 

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 15.11.2007 kl. 15:46

3 identicon

Ég man ekki eftir þessu...

Þórir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband