Topplaus uppreisn í vesturbænum
15.11.2007 | 17:50
Ungir drengir í vesturbæ Reykjavíkur hafa gert uppreisn gegn því að fá ekki að fara topplausir í Vesturbæjarlaugina.
Sambýlismennirnir Helgi Ólafsson og Borgþór Ásgeirsson fóru berbrjósta í laugina fyrir skömmu. Laugarvörðurinn var fljótur að kalla þá að bakkanum og sagði þeim að annaðhvort yrðu þeir að klæða sig í að ofan, eða fara úr lauginni.
Er hægt að kalla þetta annað en mismunun? Spurði Boggi á bloggsíðu sinni.
Hálfum mánuði síðar fengu þeir birt lesendabréf í Mogganum þar sem þeir kvörtuðu. Í kjölfarið var sundlaugin kærð til jafnréttisráðs. Þar er málið nú til meðferðar.
En meðan það er að velkjast í kerfinu hefur uppreisn þeirra breiðst út. Til urðu samtökin Ber brjóst, og félagar í þeim hafa margsinnis farið berbrjósta í laugarnar í Reykjavík.
Borgþór og Helgi segja í blaðaviðtali að fyrir þeim vaki að koma af stað umræðu um þær óskráðu reglur sem kyngerir og mismuni líkama karla.
"Við viljum að brjóst okkar verði jafn sjálfsögð og kynlaus eins og brjóst annara karlmanna, svo við getum líka farið úr að ofan á fótboltaleikjum" sögðu þeir súrir í bragði.
http://visir.is/article/20071113/FRETTIR02/71113014
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.