Pössun í allar verslanir
29.11.2007 | 13:28
Þetta er afar góð hugmynd hjá Hagkaup og á eflaust eftir að auka veltuna hjá þeim... Sóley þarf náttúrulega að hrauna yfir þetta því þetta er svo gamalddags en ég held að það sé ekki til sá karlmaður hér á landi sem nennir að standa í verslunarleiðangri með konunni þegar hún er komin í fatadeildina! Það er nefnilega orðið þannig að matur og föt eru í sömu verslun... og ég held að flestir karlmenn séu svona nokk sama um að versla mat - nauðsynjar þú skilur - en fatainnkaup.. eða réttara sagt að skoða hverja einustu flík í búðinni er ekki eitthvað sem hentar öllum karlmönnum.
Er ekki þá bara tillitsemi hjá mönnum að leyfa konunni skoða af vild meðan hann dundar sér eitthvað á meðan... Efast stórlega um það að konum sé meinaður aðgangur að þessu pabbahorni en það virðist vera nægilega mikil skemmtun fyrir þær að skoða vörurnar í búðinni.
![]() |
Pabbar í pössun í Hagkaupum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.