Vanity, thy name is...nun?

Ég verð að segja að mér þykir þetta einstaklega fyndið, þar sem hégómi og dramb er ekki hátt skrifað hjá almættinu. Ekki er ég þó að setja útá fegurð nunna, hvort sem þær séu að keppa í innri eða ytri fegurð, því margar hverjar eru ansi laglegar. En ef himna-faðirinn hefur hvatt til auðmýktar og undirgefni þá þykir mér þetta uppátæki skjóta svolítið skökku við boðun þessara ágætu kvenna.

"Af ávöxtunum munuð þér þekkja þá!" stendur í hinni "góðu" bók. Ávextir eru góðir, þá sérstaklega vel þroskaðar ferskjur og sæt epli. En þetta sýnir okkur líklega bara hvað manneskjan er breisk. Trúfólk leggur allt í sölurnar til að iðka sitt trúar(ó)bragð "rétt"og er auðmjúkt, undirgefið og gott. En þegar ávextirnir eru komnir fram yfir seinasta söludag fara þeir að linast og blettir fara að myndast á þá. Seinna meir kemur lykt, sem virkar fyrst um sinn sæt en þegar líður á verður hún að óboðlegri stækju. Hinn trúaði, auðmjúki, undirgefni og góði einstaklingur hittir aðila sem ekki aðhyllist sömu trú og hvað gerist, þeir fara í trúarkeppni. Hvor er meira auðmjúkur, hvor er meira undirgefinn, hvor er betri, hvor er trúaðri. Báðir telja þeir sig sigurvegara, en auðmýktin víkur fyrir hroka og hégóma.

Að lokum vitna ég í persónu sem Al Pacino lék fyrir nokkrum árum að nafni John Milton:

 "Vanity, definitely my favorite sin!"

Það er nokkuð ljóst að paradís er týnd!


mbl.is Fegurðarsamkeppni nunna skipulögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað í ósköpunum kemur þetta trú við?

Sigurður Hólm (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Jahh, þar sem þó nokkuð margar nunnur hallast að kaþólskri trú og innan kaþólskrar trúar er hégómi einmitt dauðasynd og sú versta ef eitthvað er, þannig mér þykir þetta alveg snerta flöt trúar og trúarbragða.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 26.8.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband