Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Mortal Kombat

Þegar ég var unglingur á gelgjunni var til leikur sem hét Mortal Kombat sá leikur var svo ofbeldisfullur og ógeðslegur að allir sem spiluðu hann undir aldri áttu svo aldeilis að skemmast og fara meiða mann og annan... leikurinn þótti það hættulegur að ástæða þótti að fjalla um hann í hinum ýmsu spjallþáttum og fréttatímum...

Þegar bróðir minn var unglingur á gelgjunni var til leikur sem hét Larry og var svo dónalegur og ógeðslegur að allir sem spiluðu hann áttu eftir að hlaupa út og nauðga einhverjum... brengluð sýn ungling á kynlífi orsakaðist eingöngu vegna þessa leiks... þá þótti ekki svo merkilegt að fjalla um það í fréttatímum eða spjallþáttum.

Þegar Pabbi minn var unglingur á gelgjunni var til leikur sem hét Pong sá leikur átti eftir að skemma æskuna enda var fólk að hanga inni og spila einhverja leiki í tölvu... það þótti ekki við hæfi...

Það er alltaf til fólk sem heldur því fram að það þurfi að verja almenning frá einhverri tilbúnni ógn.


mbl.is Helmingur selur bannaða leiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu hvað segiru ertu ekki að fara?

Hvernig væri að fjölmiðlar myndu frekar fjalla um ef Eiður væri á förum!! það er held ég mun einfaldara....

 Það væri mjög einhæfar og leiðinlegar fréttir ef fólk væri alltaf að tilkynna óbreytt ástand.

Fréttir eins og:

"Ríkisstjórnin ekki að springa"

"Hekla er ekki farin að gjósa"

 "Elliði Vignis svindlar í golfi"

 

 


mbl.is Eiður: Ég er ekki á förum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtaks þjónustulund

Ansar hann afi: "nú líkar mér," - ansar hann afi við yngri Jón þá: - "Taktu ofan bollana og skenktu þar á, - taktu ofan bollana og gáðu að því, - sparaðu ekki sykrið að hneppa þar í. - sparaðu ekki sykrið því það hef ég til, - allt vil ég gera Guðrún í vil, - allt vil ég gera fyrir það fljóð; - langar þig í sýrópið, dóttir mín góð? - langar þig í sýrópið?" afi kvað. - "Æi ja ja dáindi þykir mér það. - Æi ja ja, dáindi þykir mér te." - "Má bjóða þér mjólkina?" - "Meir en svo sé" - "Má bjóða þér mjólkina? Bíð þú þá við. - Sæktu fram rjóma í trogshornið, - sæktu fram rjóma, Vilborg, fyrst, - vertu ekki lengi, því stúlka er þyrst, - vertu ekki lengi, því nú liggur á."

 Erindi úr Gilsbakkaþulu eftir séra Kolbein Þorsteinsson sem lýsir fyrirtaks þjónustulund við gestkomandi.


mbl.is Fólk beðið um að hemja jólastressið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú meira strumpið

"Annar þeirra missti algjörlega stjórn á sér og sagði henni afdráttarlaust að hann væri fullorðinn maður og að framkoma hennar væri lítillækkandi“
 Sagði fullorðinn maður íklæddur strumpabúning...  
mbl.is París móðgaði tvo strumpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisráð VKB kærir Seðlabanka Íslands

Öryggisráð VKB sem er undir félagsmálaráði VKB hefur fengið vísbeningar um að karlmenn hér á Íslandi séu ekki bara að nota VISA kortin sín heldur einnig séu að greiða fyrir kynlífsþjónustu með beinhörðum peningum. Ætlar því Öryggisráð VKB að kæra Seðlabanka Íslands og óska sérstaklega eftir því að allir peningar í landinu verði gerðir upptækir svo að svona geti ekki gerst aftur.


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

35 dagar (Varúð Heroes Spoiler)

Í dag er 35 dagur verkfallsins hjá rithöfundum í Hollywood. Það er held ég farið að hafa áhrif held að það sé ástæða fyrr því að Heroes endar svona snögglega... Carson Daly fór með þáttinn sinn í loftið um daginn þrátt fyrir verkfall og sagði það vera fyrir rithöfundana... hvernig svosem hann fær það út.. Hann sagði að enginn hefði skrifað fyrir hann og þátturinn hefði verið spunninn á staðnum... Það er töff - íslensk sjónvarpsþáttagerð að komast í tísku í usa þá? haha

En annars.. ætli þetta taki enda þetta blessaða verkfall? meina hérna á Íslandi gátu menn ekki komist að samkomulagi með DVD útgáfuna af Fóstbræðrum... Það eru töluverðir peningar í spilinu og það hægir oftast á að menn geti komist að skynsamlegri niðurstöðu.. eða hvað 


Góðar fréttir

Við erum hættir að nöldra í bili... segjum héðan í frá bara góðar fréttir...

 

Góð frétt númer eitt er án efa Arrested development kvikmynd 2009!!! 

 

Góð frétt númer tvö... er meira óstaðfest en annað... en það eru sögusagnir um það að það verði gerð 3.sería af Dexter!! svo það eru svo sannarlega góðar fréttir 

 

Hvað er annars málið með  ... nei alveg rétt, hættir að nöldra


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband