Er nokkuð að marka þetta?

Eru ekki allir bestu leikmenn þessara argentínsku liða að taka þátt í Suður-Ameríku bikarnum með landsliðum sínum?

mbl.is Reading tapaði fyrir River Plate
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nytjajurtir finnast í Surtsey

Veit það ekki, kannski að það sé einfaldlega of langt um liðið frá því að ég fékk mér síðasta kaffibollann. En mér tókst í fljótheitum að lesa yfirskrift meðfylgjandi fréttar eins og titill þessarar færslu hljómar. En mér brá auðvitað nokkuð við þær fréttir að nytjajurtir væru að finnast í Surtsey. Datt þó helst í hug að Suðureyingarnir væru farnir að rækta kartöflur þar. Enda ábyggilega fyrirlöngu komnir með leið á að éta allt rollukjötið kartöflulaust.
mbl.is Nýjar jurtir finnast í Surtsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af frægðs

Pele segir Beckham hafa réttu blönduna af frægðs og hæfileikum til að hefja knattspyrnu til vegs og virðingar í USA.

 

Hvernig er það, getur bara hver sem er fengið vinnu sem blaðamaður nú orðið?


mbl.is Pele segir David Beckham að búast ekki við of ljúfu lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með smjéri

Það er varla til betra í þessum heimi en nýjar kartöflur með smjéri... Betra væri ef það væri Lundi með...
mbl.is Byrjað að taka upp kartöflur á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingjagóður

Ég hef það bara ekki í mér að pirrast yfir svona liði... maður frekar hálfvorkennir þessu liði... svona eins og maður vorkennir óvitanum sem veit ekki betur... nú er ég ekki að segja að við í þessu týpíska neyslusamfélagi séum lausnin... við höfum það bara fínt ef maður vill svolgra í sig einum hamborgara þá vill maður síður fyllast kjánahrolli við það að sjá hippa dansandi um, ranghvolfandi augunum eins og það sé heltekin illum anda sem er verið að reyna bola út af amerískum ofsatrúarpresti.

 

Væri fínt að hafa þetta lið bara í svona sérgörðum... þá gætu þeir sem hafa gaman að svona fólki bara jafnvel borgað sig inn og fylgst með þessu... þetta er jafnvel mun betri gróðarhugmynd en húsdýragarðurinn 


mbl.is Stóriðju og neyslumenningunni mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REIMLEIKAR 2007

reimleikar07

Átthagaskírteinin komin

Hin frægu Átthagaskírteini eru komin... Hægt er að sækja um á vefslóðinni http://www.vinirketils.com/atthagaskirteini/ Alir sannir Eyjamenn eiga að sjálfsögðu að sækja um sitt skírteini og fá það svo sent heim til sín! 

Við munum henda inn sýnishorni af einu slíku skírteini bráðlega svo fólk sjái hvernig þetta lítur út í öllu sínu veldi.

 

Minnum svo einnig á að Reimleikarnir - áskorunarmót milli VKB og Fyrirmyndabílstjórafélagsins verða haldnir á Stakkagerðistúni á morgun, föstudag kl:20:00

Ekki missa af því 


Stolið

Það er greinilega ekki nóg að vera með hugmyndina maður verður víst að framkvæma líka... En eins og allir vita þá er eitt frægasta strákaband Íslands að sjálfsögðu Bowie - kórinn. Stefnan var að mér skilst að leggja undir sig heiminn.. en þar sem að klúbburinn hittist aðeins á 3 ára fresti féll þetta um sjálft sig.

 

Ég skora hér með á Bowie Kór Vestmannaeyja um að koma saman fyrir Þjóðhátíð og skemmta fólkinu í brekkunni!!  


mbl.is Nýr sönghópur lítur dagsins ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auður Capital

Orðið á götunni segir frá því að nýstofnað fjárfestingafélag Höllu Tómasdóttur fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs komi til með að heita Auður Capital. Ég er ekki alveg viss með enskukunnáttuna mína þegar kemur að þessu, en er þó helst á því að besta íslenska þýðingin á capital sé höfuðstóll. Er þá ekki nafnið Auður höfuðstóll frekar vandræðalegt nafn á fjárfestingafélagi ..?

Brandari

 Giftur maður átti í leynilegu ástarsambandi með eiknaritaranum sínum. Dag einn þegar ástríðan tók völdin ákváðu þau að fara heim til hennar þar sem þau áttu villta eftirmiðdagsstund. Eftir öll lætin voru þau orðin dauðþreytt og sofnuðu. Klukkan 20:00 vöknuðu þau og þegar maðurinn byrjar að klæða sig á fullu, segir hann einkaritaranum sínum að fara með skóna hans út og nudda þeim í grasið og moldina. Furðu lostin konan skilur ekki alveg hvers vegna hann biður um þennan greiða, en hlýðir engu að síður. Hann skellti sér svo í skóna og keyrði heim. ,,Hvar hefuru eiginlega verið maður ?´´ spurði konan eiginmanninn þegar hann kom inn um dyrnar. ,,Elskan ég get ekki logið að þér, ég á í leynilegu ástarsambandi við einkaritarann minn og við erum búin að vera á fullu í bólinu allan dag, svo sofnuðum við og ég vaknaði ekki fyrr en klukkan 8.´´ Konunni varð litið á skónna hans og
sagði:

,,Helvítis lygarinn þinn, þú ert búinn að vera að spila golf í allan dag !!!"


Innipúki

Það gleymdist að taka með í þessa umfjöllun suðurhafseyjuna Vestmannaeyjar en hér er nefnilega alls ekki skýjað í dag... steikjandi sól og blíða...

 

mikið er nú gott að vera inni í þessum viðbjóði... 


mbl.is Skýjað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst París segir það ...

þá hlýtur það að vera satt. Ég er allavega hættur að keyra fullur, maður er greinilega ekki hipp og kúl ef maður keyrir fullur.

mbl.is Akstur og áfengisneysla eiga ekki samleið að sögn Parisar Hilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjallir þessir friðunar sinnar

Hvenær fer svo hvalveiði að hafa áhrif á ferðaþjónustu? þetta er pottþétt eitthvað flóknasta og mest útpælda hernaðarplott allra tíma.

Við bíðum spennt að sjá hvenær allt fer til fjandans 


mbl.is Farþegum fjölgar stöðugt á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband