Eru þeir virkilega að átta sig á þessu fyrst núna

Það koma alltaf nokkrar skútur á hverju sumri í höfnina heima í Eyjum hvaðan æva úr heiminum og stoppa mislengi við. Mér hefur sýnst þetta fólk bara hafa getað rölt sér upp úr sínum skútum og vappað um bæinn, án þess að spyrja hvorki kóng né prest. Hef einmitt spáð í það hvort þannig þenkjandi einstaklingum reyndist ekki auðvelt að smygla einhverju með sér.

Það var greinilega, og sem betur fer, ekki svo auðvelt í þetta skiptið. En maður kemst samt ekki hjá því að hugsa með sér þegar maður les þetta: Fyrst að þeim tókst að stöðva þessa sendingu, hvað hafa þá margar aðrar náð í gegn áður?


mbl.is Opin leið milli Evrópu og Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband