Keiko þeirra Reykvíkinga?
10.10.2007 | 08:56
Án þess að ég vilji vera eitthvað sérstaklega bölsýnn á þetta uppátæki hennar Jóku, þá grunar mig nú að auglýsingagildi þess sé stórlega ofmetið. Við Eyjamenn ætluðum nú aldeilis að flytja heilu bátsfarmana af túristum til okkar, svo þeir gætu sko skoðað Villa sem væri loxins búið að frelsa. Og jú jú, það voru fluttar fréttir af þessu úti um allan heim þegar hann kom á svæðið. Það fylgdu þessu svo einhver nokkur störf, og það var lengi hægt að röfla um þetta á kaffistofum bæjarins. En aldrei bólaði neitt á öllum þessum túristum, og enn er helst að maður rekist á stöku útlenskan nörd sem man eftir Surtsey, þegar maður nefnir Vestmannaeyjar, en enginn man eftir ræflinum honum Keiko (sem by the way er kvenmanns nafn).
Friðarsúlan lýsir upp Viðeyjarsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.