Kyrrstaða eða kabúmm.

Svona meirihluti er bara til þess gerður að springa. Hann á aldrei eftir að lifa lengur en 18 mánuði. Í þessum nýja meirihluta sitja 3 oddamenn, sem geta allir hótað því að hoppa beint uppí til Sjálfstæðismanna, ef þeir eru ósáttir við eitthvað sem nýr meirihluti ætlar að gera. Þótt sumir þessara oddamanna væru trúlega meiri aufúsugestir upp í rúm til Sjallanna en aðrir, svona í ljósi atburða síðustu daga, þá fengju þeir mun meira af embættum og öðrum bitlingum til handa sér og sínum í tveggja flokka meirihlutasamstarfi með D en í fjögurra flokka samstarfi S-B-VG-F (fimm, ef þú telur I með).

Annaðhvort verður algjör kyrrstaða, og enginn þorir að brydda upp á neinum málefnum sem eitthvað gæti steytt á í stjórnarsamstarfinu, af ótta við að sprengja það í loft upp. Eða að einhver nýrra meirihlutaflokka geri tilraun til að keyra í gegn eitthvert af sínum hugsjónamálum og meirihlutinn splundrist við það.

En það er nú líklega bara ágætt að málefni borgarinnar standi í stað fram að næstu kosningum. Það er allavega skárra en að þau fari aftur í þann farveg sem þau voru í í valdatíð R-listans.


mbl.is Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn spillti Ingi á væntanlega eftir að naga núverandi félaga rækilega í hælana og sprengja þetta samstarf upp í loft. 

Stefán (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband