Vinnuslys í grunnskólanum í Þorlákshöfn

Vinnuslys varð í grunnskólanum í Þorlákshöfn í dag. Að sögn lögreglu
missti kennari, sem var þar að kenna stærðfræði í fimmta bekk, vasareikni á annan fót sinn, með þeim afleiðingum að hann fann til sársauka í litlutá. Kennarinn leitaði til læknis á
heilsugæslustöðinni í Þorlákshöfn og hafði læknirinn þar samband við
sjúkrabíl sem flutti kennarann á slysadeild í Reykjavík. Að sögn lögreglu
fannst vasareiknir kennarans skammt frá slysstað, en hann mun vera lítillega skemmdur.
mbl.is Vinnuslys í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér þetta fyndið? manngreyið sneiddi af sér litlafingur.

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:34

2 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Já, mér finnst þetta fyndið. En ég ætlaði mér aldrei að gera lítið úr slysinu sem smiðurinn varð fyrir. Fannst það bara fyndið þegar ég las byrjunina á fréttinni, sum sé að það hefði orðið vinnuslys í grunnskóla. Kennarar og gangaverðir lenda nefnilega mjög sjaldan í áhættusömum aðstæðum í vinnunni.

En ég veit að það er ekkert grín að missa fingur. Og ef einhver hefur miskilið þennan misheppnaða brandar og orðið sár, þá bið ég þann hinn sama fyrirgefningar.

Enda svo sem ekki óvanur að þurfa að biðja fólk fyrirgefningar á því þegar ég reyni að vera fyndinn. En það er þó oftast vegna þess hvað mér mistekst yfirileitt hrapalega við þá yðju.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 8.11.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband