Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Útsýnið í Suðurey
19.3.2008 | 09:37
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo ég vitni í orð meistara Arnold
19.3.2008 | 09:08
Ræða hækkun á mjólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Guð minn góður, ég er við það að missa legvatnið
15.3.2008 | 10:21
Meistarinn sjálfur á leið til landsins. Ég mæti!
Sama þótt það kostaði mig annað, og jafnvel bæði, eistun þá mæti ég.
Bob Dylan heldur tónleika á Íslandi í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Guði sé lof að þeir gáfu stefnuljós
11.3.2008 | 16:52
Tveir bílar ultu á sama stað á sama tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæsileg nýting á skattfé
11.3.2008 | 13:50
Fylgst verður með notkun stefnuljósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég er ekki löggiltur hálfviti
11.3.2008 | 11:22
Rétt að byrja á því að taka það fram að ég hef ekki lesið umræddan leiðara Bigga í Maus. Hinsvegar hef ég lesið svarið hans Bubba, sem er að finna hér, og pistilinn sem Jakob Magnússon skrifaði inn á bloggið sitt til varnar Bubba, og er að finna hér.
Hvað varðar framlag Bubba til tónlistar á Íslandi þá held ég að það sé vart hægt að líta framhjá áhrifum Utangarðsmanna. Því þótt ég hafi einungis verið blik í augunum á pabba um það leiti sem Utangarðsmenn stigu fram á sjónarsviðið, þá hef ég haft mikið dálæti á þeim í vel yfir 10 ár. Auk þess sem ég hef aldrei fundið neitt annað íslenskt band sem gerði fyrir þann tíma svona flott kraftmikið rokk. Allavega ekki sem hefur náð því að höfða til mín. Því tel ég varla hægt annað en að líta á tilkomu Utangarðsmanna sem ákveðinn vendipunkti í íslenskri tónlistarsögu, þótt ég hafi vitaskuld ekkert fyrir mér í því annað en eign tilfinningu, og orð mér fróðari manna sem voru í hringiðu íslenskrar tónlistarinnar á þessum árum (sem sum hver má lesa í kommentum við fyrrnefnda bloggfærslu Jakobs).
En þar var Bubbi náttúrlega bara hluti af hljómsveit, og þótt hann hafi verið "frontmaðurinn" veit ég svo sem ekki hversu stórt kreatíft afl hann var innan bandsins. En auk þess að vera í Utangarðsmönnum fannst mér hann gera fanta fína hluti sem liðsmaður annarrar hljómsveitar í upphafi ferilsins. Það var Das Kapítal sem því miður gaf aðeins út eina plötu. En Egó hefur mér lengi fundist afar ofmetin grúbba. Því þó þeir hafi átt örfá þrusu góð lög, þá hafa þau flest verið ofspiluð svo svakalega í gegnum tíðina að ég á í stökustu vandræðum með að hlusta á þau klígjulaust í dag. En óháð Egóinu finnst mér vera Bubba sem "frontmaður" í hinum tveimur fyrrnefndu hljómsveitunum vera feyki nóg ein og sér til að setja hann á ákveðinn stall sem frumkvöðull í íslensku rokki.
Hvað sólóferil hans varðar þá átti hann nokkur mjög góð lög, þó nánast ekkert af því sem hann hefur gert síðustu 15 árin eða meira hafi höfðað til mín. En hvort það hafi verið eitthvað nýtt sem hann gerði á sínum tíma, eða hvort það hafi skapað honum stöðu sem "leiðandi afl" í íslensku tónlistarlífi veit ég svo sem ekkert um. En tel hinsvegar að ekki sé hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að hann hefur verið það stærsta í íslenskri tónlist langa lengi, og þannig ekki hjá því komist að hann væri öðrum íslenskum tónlistarmönnum fyrirmynd. Hvort sem það væri sem eitthvert "ædol" að apa eftir, eða víti til varnaðar.
Hvort hann sé "sellout" kemur arfleið hans í tónlist akkúrat ekkert við, þó það byggi ofan á þann persónuleika sem fer auðveldlega í taugarnar á mörgum, þar með talið mér. Sölumennska hans á eigin sjálfi og misjöfn sjónvarpsþáttagerð skiptir engu máli hvað varðar framlag hans til tónlistar. Enn síður ræður hrokinn eða barnaskapurinn sem birtist í orðum eins og:
"Frábið ég mér fleiri tilraunir til þess að falsa söguna frá manni sem hefur aldrei geta haldið lagi og hefur unnið sér það til frægðar að syngja falskast allra íslenskra tónlistarmanna á seinni tímum. Sá falski tónn hrakti hann frá míkrafóninum í það að gerast ritstjóri Monitors þar sem sami falski tónninn hljómar í skrifum hans"
neinu um það hvort hann hafi einhvertímann verið leiðandi afl í íslenskri tónlist. Menn sem ætla að láta taka sig alvarlega sem blaðamenn verða að geta litið framhjá persónuleikabrestum þeirra sem þeir fjalla um, þegar ætlunin er að leggja dóm á feril þeirra.
Því þótt mér þyki Bubbi í dag hrokafullur leiðindapési sem semji Bylgjutónlist á færibandi, þá breytir það engu um það sem hann gerði í árdaga síns ferils. Menn verða að geta látið pirring út í breytt lífsviðhorf eða öfund útí "monníngana" hans lönd og leið þegar fjalla á um verk hans eða feril.
Bubbi og Biggi í hár saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Paul Watson: Hryðjuverkamaðurinn
7.3.2008 | 10:17
Mér finnst bara ekkert skrítið að Japanarnir séu farnir að skjóta á hann, og að sama skapi finnst mér skrítið að það sé ekki löngu búið að fangelsa þetta fífl, þetta er jú glæpamaður.
Það að maðurinn skuli vera búinn að komast upp með alla þá glæpi sem að hann hefur framið er ótrúlegt.
Og alla þessa glæpi fremur hann í nafni dýraverndunar, er það eitthvað betra en að fremja glæp í nafni allah eða jesú..?
Ég ætla bara að vona að hvalveiðar við Ísland verði hafnar aftur og stórauknar, og hvað með það þó að það náist ekki að selja kjötið, það er okkur samt í hag að drepa hvalinn og bara sökkva honum.
Ég er nokkuð viss um að útgerðarmenn væru til í að leggja pening í það.
Og svo þurfa íslensk stjórnvöld líka að standa fast á sínu í þessum málum, ekki að vera að láta Breta eða Ástrali vera eitthvað að stjórna því hvort og hversu mikið við veiðum af hval..
Watson sakar hvalafangara um að hafa skotið á sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
VKB alltaf á undan sinni framtíð
4.3.2008 | 14:54
Borðið hvalkjöt og bjargið heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jafnræðisreglan?
3.3.2008 | 10:49
Fæ ég þá ekki frítt bensín á minn bíl? Má hið opinbera mismuna svona.
Alltílag ef þeir geta logið sig útúr jafnræðisreglunni með einhverju röfli um visthæfni og almennings hagsmuni, en hvað þá með vetni? Eða metan? Eða etanól?
Eigendur rafmagnsbíla fái ókeypis hleðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað er þetta með Íslendinga og tónleika í Køben?
3.3.2008 | 10:17
Veit þetta lið ekki að við fengum sjálfstæði frá þeim fyrir langa löngu? Er enn þá einhver bullandi minnimáttarkennd í gangi gagnvart Baununum? Þurfa íslenskir tónlistarmenn endalausat að vera a sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir séu svo stórir og merkilegir að þeir fái að halda tónleika í Danmörku ..?
Fái að leika við stórabróður ...
Bubbi með tónleika í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)