Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Er Guðfinna við?
29.11.2007 | 15:46
Ég kalla mömmu stundum Guðfinnu... eða bara Finnu... mamma hentar samt best en þó gengur það ekki vel þegar margar mæður eru á sama stað...
Neita að kalla Kidman mömmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pössun í allar verslanir
29.11.2007 | 13:28
Þetta er afar góð hugmynd hjá Hagkaup og á eflaust eftir að auka veltuna hjá þeim... Sóley þarf náttúrulega að hrauna yfir þetta því þetta er svo gamalddags en ég held að það sé ekki til sá karlmaður hér á landi sem nennir að standa í verslunarleiðangri með konunni þegar hún er komin í fatadeildina! Það er nefnilega orðið þannig að matur og föt eru í sömu verslun... og ég held að flestir karlmenn séu svona nokk sama um að versla mat - nauðsynjar þú skilur - en fatainnkaup.. eða réttara sagt að skoða hverja einustu flík í búðinni er ekki eitthvað sem hentar öllum karlmönnum.
Er ekki þá bara tillitsemi hjá mönnum að leyfa konunni skoða af vild meðan hann dundar sér eitthvað á meðan... Efast stórlega um það að konum sé meinaður aðgangur að þessu pabbahorni en það virðist vera nægilega mikil skemmtun fyrir þær að skoða vörurnar í búðinni.
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fóru þeir aldrei í Morfís?
29.11.2007 | 13:17
Sko eins og stendur í fréttinni:
"Samkvæmt núgildandi lögum er ræðutími ótakmarkaður í annarri og þriðju umræðu um þingmál en í nýja frumvarpinu er gert ráð fyrir að takmarka hann. Þingmenn munu hins vegar fá að taka eins oft til máls og þeir kjósa, fyrst í 15 mínútur en síðan í fimm mínútur í senn. Flutningsmenn og ráðherrar munu þó geta flutt lengri ræður og forseti Alþingis fær heimildir til að lengja ræðutíma í sérstökum málum"
Það er almennt kennt allstaðar að ræður skulu vera hnitmiðaðar og koma sér beint að efninu. Ritgerðir, skýrslur, fyrirlestrar og annað slíkt sem nemendur í Háskólum hérlendis gera er sama á borði.. hnitmiðað og koma sér að efninu!!! Er ekki hægt að biðja menn á þingi að koma sér einnig að efninu og hætta þessum langloku ræðum um ekki neitt? málþóf og annar vitleysingaháttur er þá úr sögunni .. eitthvað sem er engum til bóta
Ef krakkarnir í morfís geta þetta, þá hljóta gamlir fauskar að geta lært þetta líka
VG gagnrýnir frumvarp um þingsköp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áfram alþingi.
28.11.2007 | 08:42
Hvur fjandinn...Er bara ekki neitt að gera á alþingi ?
Kanski er svo lítið að gera hjá þingmönnunum okkar, að þeir hafa fundið upp á þessum líka fína leik að reyna að koma með sem fáránlegustu fyrirspurnina.
Steinunn Valdís kom sterk inn um daginn, en nú virðist sem að Kolbrún Halldórs hafi slegið henni rækilega við í fáránleikanum, og ætla ég að leyfa mér að efast um að þetta verði toppað.
Ekki meira blátt og bleikt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Halldórsson í tortímingu
23.11.2007 | 11:41
Fregnir herma að trillukallinn Hafþór Halldórsson muni fara með hlutverk Johns Connors í fjórðu myndinni um Tortímandann, en myndin hefur verið nefnd Terminator Salvation: The Future Begins.
Búist er við því að tökur á myndinni hefjist snemma á næsta ári og að hún verði frumsýnd sumarið 2009, en leikstjóri myndarinnar kallar sig HKE og á að baki myndir á borð við Tortímandinn og ég og Trillur eru mitt líf, en báðar myndirnar skörtuðu stórleikaranum og trillukallinum Hafþóri svo að leikstjórinn þekkir nokkuð til leiklistarhæfileika Haffa "the small" eins og hann er yfirleitt kallaður af pressunni
Leikstjórinn lýsti því nýverið yfir í viðtali að hann vonaðist til þess að myndin væri sú fyrsta í nýrri þrennu um Tortímandann. Líklegt er þó talið að ríkisstjórinn í Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, verði fjarri góðu gamni að þessu sinni, en ef við einbeitum okkur vel má jafnvel sjá nokkra strumpa bregða við.
Bale í tortímingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Always...
22.11.2007 | 23:48
Endurkoma útbrunna stjarna er alltaf vinsælt og rétta leiðin er að sjálfsögðu að syngja í auglýsingum eða kostaðir af einhverri vöru... Til dæmis þegar Tina Turner kom sér aftur í sviðsljósið með Pepsi ...
Er þá ekki málið að Whitney taki kókið?
Whitney Houston snýr aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eiríksson segir Papparassa vera glæpamenn
22.11.2007 | 14:45
Hannes Kristinn Eiríksson segir að glæpsamlegu framferði ljósmyndara Eyjar.net hafi verið um að kenna að Þórir Ólafsson ók yfir á rauðu ljósi, talandi í gemsa og með pulsu í hinni hendinni, fyrir skömmu. Þórir hafi orðið fórnarlamb hausaveiðara sem hlíti engum lögum og reyni að búa til fréttir.
Litlu munaði að Eiríksson lenti sjálfur í árekstri við papparassa - eða æsifréttaljósmyndara - þar sem hann var á ferð á Skodanum sínum við Ofanleiti á föstudaginn. Hann sagði í viðtali: Á myndunum af Þóri að aka yfir á rauðu má sjá að það eru átta menn með myndavélar á miðri götunni. Það gilda ekki lengur neinar reglur.
Nú er svo komið, að óviðkomandi fólk verður fyrir meiðslum. Það sem [papparassarnir] eru að gera er ólöglegt; þeir eru í æðisgengnum kappakstri við hver annan. Þeir eru ekki að reyna að standa mig að verki við eitthvað heimskulegt, þeir eru að reyna að láta mig gera eitthvað heimskulegt, sagði Eiríksson í viðtali í sjónvarpsþættinum Eyjasýn.
Það á enginn að komast upp með að brjóta lög og segja síðan: Ég er bara í vinnunni. Þeir sem fremja þessa glæpi hljóta umbun fyrir það. Þeir verða að einskonar hausaveiðurum fyrir vikið, sagði Eiríksson ennfremur og bað papparassana hjá Eyjar.net að fara sér hægar:
Clooney segir papparassa vera glæpamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Húrra Steinunn Valdís....
20.11.2007 | 21:45
...fyrir að sóa tíma þínum sem ríkisstarfsmanni í vitleysu, og leggja svo til að aðrir, eins og íslensk málnefnd eða heimspekideild Háskólans, fari einnig að sóa tíma sínum í vitleysu.
Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dómsdagssöfnuður bíður eftir heimsendi ofan í helli
20.11.2007 | 09:04
Vestmannaeyskum prestum hefur enn ekki tekist að telja meðlimi dómsdagssöfnuðar á að koma út úr helli á suðurhluta Heimaeyjar þar sem meðlimirnir hafa lokað sig inni og bíða dómsdags, sem leiðtogi þeirra segir að vænta megi í maí. Þrátt fyrir að yfirvöld hafi leiðtogann í haldi og hann hafi beðið meðlimina að koma út láta þeir sér ekki segjast.
Í söfnuðinum eru m.a. fjórir áhugamenn um bútasaum. Fyrr í mánuðinum skriðu mennirnir inn í Hundraðsmannahelli og lokuðu sig þar af, og hóta nú vatnsstríði ef yfirvöld láti til skarar skríða og reyni að ná þeim út. Alls eru 28 meðlimir í söfnuðinum.
Talsmaður yfirvalda sagði að reyna ætti að semja við mennina, en alls ekki stæði til að lögregla réðist inn í hellinn.
Söfnuðurinn kallar sig Vinir Ketils Bónda, og leiðtogi hans er Helgi Ólafsson forseti. Hann sagði fylgismönnum sínum að þeir skyldu fara í felur og bíða þar dómsdags sem upp muni renna í maí.
Þótt Ólafsson hafi nú lagt yfirvöldum lið og skipst á bréfasendingu við fylgjendur sína og hvatt þá til að koma út segjast safnaðarmeðlimir ekki treysta orðum hans því að þeir telji að yfirvöld beiti hann þrýstingi.
Frá því að Ólafsson var handtekinn hefur hann undirgengist geðrannsókn og verið ákærður fyrir að hafa stofnað söfnuð sem standi að drykkjulátum. Talsmaður yfirvalda sagði við CNN: Ég hef hitt [Ólafsson] og hann er svo sannarlega ekki með öllum mjalla.
Dómsdagssöfnuður bíður eftir heimsendi ofan í helli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Topplaus uppreisn í vesturbænum
15.11.2007 | 17:50
Ungir drengir í vesturbæ Reykjavíkur hafa gert uppreisn gegn því að fá ekki að fara topplausir í Vesturbæjarlaugina.
Sambýlismennirnir Helgi Ólafsson og Borgþór Ásgeirsson fóru berbrjósta í laugina fyrir skömmu. Laugarvörðurinn var fljótur að kalla þá að bakkanum og sagði þeim að annaðhvort yrðu þeir að klæða sig í að ofan, eða fara úr lauginni.
Er hægt að kalla þetta annað en mismunun? Spurði Boggi á bloggsíðu sinni.
Hálfum mánuði síðar fengu þeir birt lesendabréf í Mogganum þar sem þeir kvörtuðu. Í kjölfarið var sundlaugin kærð til jafnréttisráðs. Þar er málið nú til meðferðar.
En meðan það er að velkjast í kerfinu hefur uppreisn þeirra breiðst út. Til urðu samtökin Ber brjóst, og félagar í þeim hafa margsinnis farið berbrjósta í laugarnar í Reykjavík.
Borgþór og Helgi segja í blaðaviðtali að fyrir þeim vaki að koma af stað umræðu um þær óskráðu reglur sem kyngerir og mismuni líkama karla.
"Við viljum að brjóst okkar verði jafn sjálfsögð og kynlaus eins og brjóst annara karlmanna, svo við getum líka farið úr að ofan á fótboltaleikjum" sögðu þeir súrir í bragði.
http://visir.is/article/20071113/FRETTIR02/71113014
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)