Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Haldið þið virkilega að stelpunni sé alveg sama?

Menn keppast við það hér á moggablogginu að lýsa því yfir að París sé alveg sama þótt afi Hilton neiti henni um arf. Enda hafi hún grætt nóg á því í gegnum tíðina að vera arfavitlaus sjálf. En ég efast nú samt um það að henni sé alveg sama um það að afi hennar lýsi því yfir með svona sterkum hætti að hann skammist sýn fyrir það hvernig hún hafi hagað sér. Þó hún þurfi kannski ekki  á peningunum að halda, þá efast ég um að hún sé svo harðbrjósta (þótt hún virðist ekki beint vera skarpasti hnífurinn í skúffunni), að hún taki svona athugasemd frá afa sínum ekki inn á sig.

 Lífið er ekki bara peningar


mbl.is París Hilton gerð arflaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstakt

Já áfram halda þeir þarna á Akureyri að stimpla heilu árgangana... Væri ekki skynsamlegra samt að leyfa fólki að tjalda og auka gæsluna? eða er þetta bara vitleysa í manni? 

Ekki gæti ég séð það virka að banna ákveðnum aldurshópum að tjalda í Herjólfsdal...  


mbl.is Aldurshópurinn 18-23 ára fær ekki aðgang á tjaldstæðum á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Svona lagað gleymist yfirleitt hjá mótmælendum... enda eru mótmælendur yfirleitt ekkert rosalega mikið fyrir rannsóknir eða vísindi... held að það væri auðveldlega hægt að sjá ágætis samhengi milli fjölda rökvillna sem til eru og mótmælenda... 

 

En eitt, hafa bílar verið að léttast í rauninni? Það er alltaf verið að bæta við fleiri öryggistækjum, glingri og glamúrdrasli í bílana svo eitthvað hlýtur það að bæta á.


mbl.is Segja ál stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Angarnir teygja sig langt!

Það eru aldeilis umsvif hjá Mafíu Íslands!  Hvert ætli hún fari næst? Ætli það sé hægt að fá mafíuna til að standa undir kostnaði við Eyjagöngin?
mbl.is MÍ á Sauðárkróki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hysteríuköst" í bloggheimum.

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá einum né neinum umræðan um skýrsluna varðandi möguleg jarðgöng milli lands og Eyja.

Flestar umræður sem fram fara í bloggum landsmanna hafa farið út fyrir öll velsæmismörk. Menn og konur keppast við að væna Vestmannaeyinga alla um heimtufrekju og vitleysisgang og sumir ganga ennþá lengra í upphrópunum og segja okkur ekki hafa "heilbrigða skynsemi". Takk fyrir það Steinun Valdís Óskarsdóttir

Margir hysteríubloggararnir halda að Vestmannaeyingarnir séu að heimta göng upp á 50 til 80 miljarða króna.

Við vitum öll að það væri vitleysa að grafa göng fyrir þann pening. Það veit ég, þú og meira að segja Árni Johnsen vinur okkar.

Skýrslan var engin ávísun á jarðgöng heldur gaf hún okkur upplýsingar um hvort möguleiki væri á að grafa göng og hversu mikið það myndi kosta. Það má hinsvegar rökræða um það hvort skýrslan sé trúverðug eða ekki en um það hefur umræðan ekki snúist á bloggunum.

Sem dæmi um umræðuna á bloggunum er þetta myndband.

 http://youtube.com/watch?v=ewoW1wJ79x0


mbl.is Elliði: Þurfum að vinna sem best út frá þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þynkan sé eitthvað minni ?

Fyndist það lágmarks krafa ef maður borgar á annað borð svona mikið fyrir vín, að maður sé þá laus við þynnku daginn eftir.

mbl.is Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbjóður

Mér hryllir við að lesa moggablogg þessa stundina... allar helstu 101 kaffihúsarottur landsins hafa sameinast um að skrifa um hversu geðveikir eyjamenn séu, árni sé að hafa ríkið að fífli, eyjamenn ættu bara flytja osfrv.... Látiði ekki svona greyin ... reynum nú aðeins að skoða málið frá öllum hliðum áður en við förum að öskra og æpa með enn eitt lúkasarmálið!! Þeir aðilar sem eru að blogga um þessi mál núna eingöngu út frá þessari frétt hafa afar takmarkaða vitneskju um hvað sé í húfi, hvað er búið að gera í málinu, hvort um er að ræða einkaframkvæmd, hvað þarf marga herjólfa á þessum tíma og svo mætti lengi telja....

 

allavega byrjum á því að sýna nærgætni í skrifum... eftir þessari skýrslu hafa margir eyjamenn beðið með öndina í hálsinum og að þurfa lesa svona ósköpnuð eins og þið blessaða moggabloggs fólk eruð að skrifa er nú alls ekki bætandi á ástandið. 


mbl.is „Álitamál hvort göng til Vestmannaeyja séu réttlætanleg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðifréttir

Það er þá bara að vona að sílið skili sér nógu sunnarlega svo að lundinn í Eyjum geti fætt pysjuna með því. Það gæti þá jafnvel farið svo að það yrði einhver veiði þegar maður fer út í Brand eftir Þjóðhátíð.
mbl.is Yfirborðið í Faxaflóa kraumar af sandsíli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skulum bara vona ...

að lundinn fylgi ekki á eftir.

mbl.is Sílamávurinn lætur sig hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitinn vinsæll

Það er alveg augljóst að þessi fjölgun er í beinu samræmi við það að VKB menn eru búnir að taka við vitanum....
mbl.is Óska eftir næturferðum Herjólfs í tengslum við þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband