Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Rétt upp hend sem heldur að þessi ljóshærða á myndinni hafi verið að keyra ...

En er það samt ekki eiginlega "óverload" af klisjum? Kvenmaður í umferðinni, ljóska og Hafnfirðingur ...
mbl.is Bakkaði á fjölbýlishús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonum það besta - en sleppum miðlum

Maður vonar það besta að þeir félagar finnist...

 Ég vona þó að það sé ekki gert næst að hlusta á miðla, hvort sem þeir eru útlenskir eða íslenskir... það er eingöngu verið að eyða mikilvægum tíma í það að eltast eftir það sem fólk sem kallar sig miðla telur sig vita um hvar menn séu niðurkomnir.

Mér fannst það alveg hreint ótrúlegt að menn hafi virkilega notast við miðla í þessari leit... á hvaða öld lifum við?

 

Svo er annað sem maður fer að hugsa út í .. það er spurning með að svona lagað endurtaki sig ekki, þetta reyndar gerist alltof oft... en sem betur fer þá finnast ferðalangar í flestum tilvikum aftur... Það er spurning um að fólk verði að ráða leiðsögumann ef það ætlar eitthvað svona flakk... eða amk reyna koma því til skila til útlendinga hversu hættulegt það er að flækjast um hálendi Íslands... Ætli það sé eitthvað skipulag í kringum þetta? 


mbl.is Leit haldið áfram á Svínafellsjökli; pokar fundust nálægt fjölfarinni gönguleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir þurfa ekkert Gerrard

Það getur ekki annað verið hægt en að vinna lið sem heitir Tú-Lús ...

mbl.is Gerrard ekki með gegn Toulouse
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rohypnol/Flunitrazipam

Rakst á þetta eftir ákveðnum krókaleiðum í morgun.

Það er óhuggnalegt til þess að vita að hægt sé að kaupa Rohypnol í apótekum hér á landi án mikillar fyrir hafnar. En samkvæmt því sem síðuskrifari sá sem ég vísa í hér að ofan segir, þá hafa í stuttri stikkprufu hjá henni þrír læknar verið tilbúnir til þess að ávísa á hana Flunitrazipam (sem er samheitalyf Rohypnol) eftir stutt samtal í gegnum síma. Svonalagað er virkilega sláandi, og til skammar fyrir íslenskt samfélag.

Á síðu sinni leitast umræddur síðuskrifari eftir hjálp annarra moggabloggara við að koma Flunitrazipam út af lyfjaskrá á Íslandi, og þannig úr almennri sölu. Okkur í VKB er bæði ljúft og skylt að taka þátt í þvílíkum þjóðþrifa aðgerðum, og birtum því hér stutta áskorun af áður nefndri síðu, með smávægilegum breytingum.

 

Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.

Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki fólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.

Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.

Öryggi ástvina okkar hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist að hafa þetta hættulega lyf í umferð.

 


Villi vindhani

Skelfing er að horfa upp á kallinn. Kominn í sömu vindhana pólitíkina og Samfylkingin. Einn daginn trúir hann því að allir séu hræddir við miðborgina og finnist rónar ógeðslegir. Skellir skuldinni á kæli í bakherbergi í ríkinu í Austurstræti. Svo fattar hann að það sé ekki öllum í nöp við að ógæfufólk né gæfusamt fólk (og allt þar á milli) fá sér kaldann bjór yfir daginn, þá allt í einu skiptir þetta engu máli lengur. Ég hélt að Villi væri öflugri pólitíkus en þetta, og fastari á sínu en svo að hann færi að elta eitthvað ímyndað almenningsálit og fölmiðlavæl. 

Þó ég hafi sjálfur tekið þátt í hneykslunaröldunni sem reið yfir bloggheima á minni eigin síðu, þá finnst mér Villi ræfillinn síst koma betur út með því að snúast á tíeyring þegar hann sér að meiri hlutinn hefur ekki þá skoðun sem hann hélt hann hafa. 


mbl.is Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nenna ekki að lesa fréttir

Það er fyndið að lesa moggablogg... flestir þeir sem skrifa um fréttirnar nenna yfirleitt ekki að lesa fréttirnar, heldur vilja frekar blogga um fyrirsagnir eða fyrstu 2-3 línurnar af fréttinni... Leti eða bara vilja koma sér á framfæri með misgáfulegum athugasemdum um lífið og tilveruna.

 Það kemur fram mjög greinilega að hafnað var einkaleyfi á orðunum brekkusöngur og þjóðhátíð.. enda eru þau orð einum of algeng og víðsvegar notuð til að hægt sé að setja einkaleyfi á þau. Húkkaraball er afturámóti ekki notað almennt nema yfir þetta eina ball sem er haldið einu sinni á ári í vestmannaeyjum, fimmtudag fyrir þjóðhátíð. Annað er varðar sektir þá stendur greinilega neðarlega í fréttinni: "Friðbjörn sagði að ekki stæði til að beita sektum eða fangelsisvist fyrir notkun á orðinu Húkkaraball en að þeim þætti vænt um að menn bæðu um leyfi." En þetta virðist líka hafa farið fram hjá bloggurum... Núna þegar þeir hafa einkaleyfi á húkkaraball er eitthvað skrítið að þeir vilji að menn biðja um leyfi að nota það? til hvers annars að vera óska eftir einkaleyfi? Held að ÍBV hafi ekki verið að fara út í þetta til að vera með leiðindi og lögfræðing tilbúinn í startholunum að lögsækja alla sem voga sér að nota þetta orð yfir ball hjá sér.... 

Maður spyr sig líka, er fyrirtækjum og einstaklingum bannað að sækja um einkaleyfi á einhverju??  Það virðist fara gríarlega í taugarnar á fólki að þeir hafi sótt um leyfi... af hverju? ég bara skil ekki af hverju þeir mega ekki reyna að sækja um þetta einkaleyfi.. langsótt en þeirra val að sækja um... Þeir sjá einhvern hagnað í því að fá einkaleyfi á þessu. 

Að lokum þakka ég ÍBV fyrir framúrskarandi skipulagningu og vel heppnaða útihátíð eins og hún gerist best! 
mbl.is Eyjamenn þeir einu sem mega halda Húkkaraball
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moggbloggs grátkórinn hefur upp raust sína

Enn og aftur fer grátkór moggabloggara að væla. Nú eru allir yfir sig hneykslaðir yfir löggunni. Allir tilbúnir til þess að verja gjörðir konu sem ekur undir áhrifum, og getur ekki sýnt sóma sinn í því að iðrast þess þegar til hennar næst. Heldur veitist að, rífur kjaftið og hótar lögreglu og heilbrigðisstarfsfólki sem er að reyna að vinna vinnuna sína, svo að hægt sé að bæta öryggi hins almennaborgara.

Það er svo sem vafa lítið ýmislegt sem þarf að athuga við þetta mál. Það að  ekki skuli vera til verklagsreglur um hvernig svona lagað sé framkvæmt er í raun fáránlegt. Mér þykir líka mjög vafasamt að karlmenn skuli vera viðstaddir svona aðgerðir gagnvart kvenmanni. En að allur þessi skari moggabloggara skuli vera tilbúinn til þess að hlaupa upp til handa og fóta til varnar svona siðblindri manneskju sem hefur ekki einu sinni manndóm í sér til þess að iðrast afbrota sinn þegar runnið er af henni. Heldur kærir sömu einstaklinga og hún veittist að fyrir að hafa framkvæmt líklega óþægilega og að einhverju leiti niðrandi verknað á henni, sem hún hefði auðveldlega getað komið sjálf í veg fyrir með því að sýna smá samstarfsvilja við lögregluyfirvaldið. Finnst mér hreint fáránlegt.

En það sýnir kannski gleggst þá undirliggjandi óvild sem býr í hjörtum margra Íslendinga í garð yfirvalds, og hvað Íslendingar virðast margir hverjir trúa því heitt og innilega að allir sem eitthvert yfirvald hafa séu vondir menn að upplagi.


mbl.is Konu haldið niðri og þvagsýni tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Við í VKB þurfum þá ekki að hafa áhyggjur af tekjunum í framtíðinni.

Nema kannski Sindri.


mbl.is Fallegt fólk þénar mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mesta anti-climax íslenskrar tónlistarsögu

Sorrí Þórir, en það er staðreynd. Frammistaða Stuðmanna sem lokaband þessara tónleika er mesta anti-climax íslenskrar tónlistarsögu. Allir hinir listamennirnir sem komu fram á þessum tónleikum stóðu sig mjög vel. Allir skiluðu þeir sínu mjög vel, óháð því hvort maður fílaði þá eða ekki. En þessi óskapnaður sem Stuðmenn buðu upp á er ekki nokkrum manni bjóðandi. Stuðmenn eiga að skammast sín fyrir þetta, og ég vona að yfirmenn KB Banka sýni sóma sinn í því að lítilsvirða ekki íslensku þjóðina með því borga þeim fyrir þetta. Stuðmenn ættu að vera sektaðir fyrir svona ósiðsamlega framkomu á fjölskylduskemmtun.

mbl.is Aldrei fleiri á Laugardalsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitar vekja lukku

Að sjálfsögðu var það viti sem vann þetta eru glæsilegustu mannvirkin á Íslandi. Það er alltaf gaman þegar vitar fá sínar viðurkenningar.
mbl.is Viti hreppti verðlaunin í sandkastalakeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband